Mainoo, Konate og Mac Allister eftirsóttir - Tonali með heimþrá - Semenyo til Liverpool?
   sun 28. ágúst 2022 21:54
Brynjar Ingi Erluson
Sjáðu mörkin úr sigri Víkings á KA: Stórkostleg afgreiðsla Nökkva
Nökkvi Þeyr Þórisson
Nökkvi Þeyr Þórisson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingur vann KA, 3-2, á Greifavellinum í Bestu deild karla í dag en Nökkvi Þeyr Þórisson skoraði flottasta mark leiksins er hann jafnaði metin í síðari hálfleiknum.

Erlingur Agnarsson tók forystuna fyrir Víking áður en Sveinn Margeir Hauksson jafnaði metin.

Nökkvi Þeyr náði forystunni fyrir KA í síðari hálfleiknum með laglegu skoti fyrir utan teig og í fjærhornið en þetta var 17. mark hans í deildinni á tímabilinu.

Júlíus Magnússon jafnaði metin fyrir Víking áður en Birnir Snær Ingason tryggði Víkingum sigurinn undir lok leiks en hægt er að sjá öll mörkin hér fyrir neðan.


Athugasemdir
banner
banner
banner