Napoli í viðræðum um Garnacho - Villa hafnaði tilboði West Ham í Duran - Vlahovic orðaður við Chelsea
fimmtudagur 19. desember
Sambandsdeildin
mánudagur 2. desember
Vináttulandsleikur
föstudagur 29. nóvember
fimmtudagur 28. nóvember
Sambandsdeildin
þriðjudagur 19. nóvember
Þjóðadeildin
sunnudagur 17. nóvember
U21 - Vináttuleikur
laugardagur 16. nóvember
Þjóðadeildin
U19 karla - Undank. EM 2025
fimmtudagur 7. nóvember
Sambandsdeildin
þriðjudagur 5. nóvember
Undankeppni EM U17
sunnudagur 27. október
Besta-deild karla - Efri hluti
fimmtudagur 24. október
Vináttulandsleikur
Sambandsdeildin
sunnudagur 20. október
Besta-deild karla - Neðri hluti
laugardagur 19. október
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
þriðjudagur 15. október
Landslið karla - U21 - Undankeppni EM
mánudagur 14. október
Landslið karla - Þjóðadeild
föstudagur 11. október
fimmtudagur 10. október
Undankeppni EM U21 karla
sunnudagur 6. október
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
laugardagur 5. október
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild kvenna - Efri hluti
fimmtudagur 3. október
Sambandsdeild Evrópu
mánudagur 30. september
Besta-deild karla - Efri hluti
sunnudagur 29. september
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild kvenna - Efri hluti
föstudagur 27. september
Fótbolti.net bikarinn
miðvikudagur 25. september
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
mánudagur 23. september
Besta-deild karla - Efri hluti
Lengjudeildin - Umspil
sunnudagur 22. september
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Lengjudeildin - Umspil
laugardagur 21. september
Mjólkurbikarinn - Úrslit
Fótbolti.net bikarinn
föstudagur 20. september
Besta-deild kvenna - Efri hluti
fimmtudagur 19. september
Lengjudeild karla - Umspil
miðvikudagur 18. september
Lengjudeildin - Umspil
mánudagur 16. september
Besta-deild karla
föstudagur 13. september
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Besta-deild karla
fimmtudagur 12. september
Besta-deild kvenna - Efri hluti
þriðjudagur 10. september
Undankeppni EM U21
Æfingamót í Slóveníu
mánudagur 9. september
Þjóðadeildin
laugardagur 7. september
Meistaradeild kvenna - forkeppni
Lengjudeild karla
Besta-deild kvenna - Neðri hluti
Lengjudeild kvenna
miðvikudagur 22. janúar
WORLD: International Friendlies
River Plate 2 - 0 Mexíkó
mán 07.okt 2024 15:35 Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Magazine image

Lið ársins og önnur verðlaun í Bestu deild kvenna 2024

Tímabilið í Bestu deild kvenna kláraðist síðasta laugardag með hreinum úrslitaleik á Hlíðarenda. Niðurstaðan var markalaust jafntefli eftir mikla spennu og því Breiðablik Íslandsmeistari. Það var mikil spenna í lokin en Blikar náðu að landa titlinum.

Þetta er fyrsti Íslandsmeistaratitill Breiðabliks síðan 2020 en þær eru afar vel að þessu komnar.

Við á Fótbolta.net höfum valið úrvalslið ársins í Bestu deild kvenna að okkar mati en það var erfitt val. Einnig höfum við valið leikmann ársins, efnilegasta leikmann ársins og besta þjálfarann. Breiðablik og Valur eiga auðvitað flesta fulltrúa í liði ársins enda tvö langbestu liðin.

Ásta Eir lauk ferlinum fullkomlega.
Ásta Eir lauk ferlinum fullkomlega.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Katie Cousins átti geggjað tímabil.
Katie Cousins átti geggjað tímabil.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Samantha breytti miklu fyrir Blika.
Samantha breytti miklu fyrir Blika.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sandra María er leikmaður ársins.
Sandra María er leikmaður ársins.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Elísa Bríet Björnsdóttir, leggið nafnið á minnið.
Elísa Bríet Björnsdóttir, leggið nafnið á minnið.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Nik Chamberlain, þjálfari ársins.
Nik Chamberlain, þjálfari ársins.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Telma Ívarsdóttir er markvörðurinn í liði ársins.
Telma Ívarsdóttir er markvörðurinn í liði ársins.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Áhorfendametið var slegið í lokaleik tímabilsins.
Áhorfendametið var slegið í lokaleik tímabilsins.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Og Breiðablik endaði sem Íslandsmeistari.
Og Breiðablik endaði sem Íslandsmeistari.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð


Markvörður: Telma Ívarsdóttir (Breiðablik)
Byrjaði tímabilið á því að nefbrotna í leik gegn Tindastóli þar sem hún fórnaði sér fyrir liðið. Hún var svo stöðug í gegnum tímabilið - kannski mörk hér og þar sem hún hefði getað gert betur í en það er eðlilegt - og kórónaði flotta leiktíð með því að vera frábær í úrslitaleiknum gegn Val. Steig upp á stóru augnabliki.

Vörn: Barbára Sól Gísladóttir (Breiðablik)
Féll með Selfossi á síðasta tímabili og var svolítið týnd þar. Það var samt alveg ljóst að hún væri nógu góð til að spila í Bestu deildinni og það reyndist mikið happaskref fyrir hana að fara í Breiðablik. Var sérstaklega sterk sóknarlega og mjög orkumikil í sínum leik.

Vörn: Ásta Eir Árnadóttir (Breiðablik)
Magnaður endir á mögnuðum ferli hjá Ástu. Hún fór úr því að vera einn besti hægri bakvörður deildarinnar í það að vera einn besti miðvörður deildarinnar. Var frábær í allt sumar og það verður söknuður af henni hjá Blikum, alveg klárt mál.

Vörn: Elín Helena Karlsdóttir (Breiðablik)
Miðvarðaparið hjá Blikum var það sterkasta í deildinni. Elín Helena, sem er 22 ára gömul, átti sitt besta tímabil á ferlinum við hliðina á Ástu. Þær voru gríðarlega sterkar saman. Það verður spennandi að sjá hvað Elín Helena gerir á næstu árum, mjög sterkur miðvörður sem sprakk út í sumar.

Vörn: Anna Rakel Pétursdóttir (Valur)
Fulltrúi Vals í varnarlínunni. Hefur verið besti vinstri bakvörður Bestu deildarinnar síðustu ár og var það áfram í sumar. Eins og Barbára, þá er Anna Rakel frábær sóknarbakvörður og er hún alls ekki slök varnarlega.

Miðja: Berglind Rós Ágústsdóttir (Valur)
Fyrirliði Vals skilaði mjög vanmetnu hlutverki fyrir bikarmeistarana í sumar. Algjör vinnuvél sem vann ótrúlega marga bolta og var geggjuð í því að ýta honum fram völlinn. Mikill leiðtogi einnig og var með bandið á meðan Elísa Viðarsdóttir var að koma til baka.

Miðja: Heiða Ragney Viðarsdóttir (Breiðablik)
Ein besta ákvörðun sem Blikar tóku fyrir tímabilið voru að sækja Heiðu Ragney frá Stjörnunni. Hefur verið einn vanmetnasti leikmaður efstu deildar síðustu árin og steig enn frekar upp í sumar. Varnarleikur hennar á miðsvæðinu gerði Blikum kleift að sækja á fleiri leikmönnum.

Miðja: Katie Cousins (Valur)
Ef Valur hefði orðið Íslandsmeistari, þá hefði Katie gert sterkt tilkall í að vera leikmaður ársins. Stórkostlegur leikmaður sem þarf að fara að græja íslenskan ríkisborgararétt svo hún geti hjálpað landsliðinu okkar. Hún myndi klárlega gera það.

Sókn: Samantha Smith (Breiðablik)
Magnað fótboltasumar hjá þessum bandaríska framherja. Kom til Íslands og pakkaði saman Lengjudeildinni með FHL. Fór í Breiðablik þegar FHL var búið að tryggja sig upp og var algjör lykilkona í því að Blikar fóru alla leið og tóku titilinn. Hún spilaði ekki mikið með Breiðabliki en hún var alveg rosalega mikilvæg.

Sókn: Sandra María Jessen (Þór/KA
Markadrottningin er eini leikmaður sem kemur ekki úr Breiðabliki eða Val sem er í liði ársins. Dró lið Þór/KA áfram en það er synd fyrir hana að stórkostlegt tímabil hennar hafi ekki dugað í meira en fjórða sæti.

Sókn: Agla María Albertsdóttir (Breiðablik)
Á sama tíma og Samantha Smith kom í Blika, þá kom Agla María úr meiðslum. Það skipti öllu máli. Agla María er ótrúlega hæfileikaríkur leikmaður sem á að vera að spila allt annars staðar en á Íslandi.

Varamannabekkur:
Tinna Brá Magnúsdóttir (Fylkir)
Hailey Whitaker (Valur)
Lillý Rut Hlynsdóttir (Valur)
Selma Dögg Björgvinsdóttir (Víkingur R.)
Elísa Bríet Björnsdóttir (Tindastóll)
Andrea Rut Bjarnadóttir (Breiðablik)
Fanndís Friðriksdóttir (Valur)
Jordyn Rhodes (Tindastóll)
Vigdís Lilja Kristjánsdóttir (Breiðablik)

Leikmaður ársins: Sandra María Jessen (Þór/KA)
Skoraði 22 mörk í 23 leikjum og átti líklega sitt besta tímabil á ferlinum. Átti skilið að enda ofar í deildinni miðað við það sem hún kom með að borðinu. Magnaður leikmaður sem er mikil fyrirmynd fyrir ungu leikmennina í liði Þórs/KA.

Efnilegust: Elísa Bríet Björnsdóttir (Tindastóll)
Stelpa fædd árið 2008 sem kom inn í lið Tindastóls og var bara algjör lykilkona. Er með alveg gríðarlega hæfileika og það er vert að leggja nafn hennar á minnið. Skoraði sex mörk af miðsvæðinu og spilaði stórt hlutverk í því að Tindastóll náði að halda sér frekar þægilega uppi. Það er alveg klárlega hægt að færa rök fyrir því að þarna sé framtíðarlandsliðskona á ferðinni. Hrafnhildur Ása Halldórsdóttir og Vigdís Lilja Kristjánsdóttir úr Breiðabiki og Ragnheiður Þórunn Jónsdóttir úr Val gerðu einnig sterkt tilkall hérna.

Þjálfari ársins: Nik Chamberlain (Breiðablik)
Eftir að hafa unnið gott starf með Þrótti í mörg ár, þá færði Nik sig yfir í Kópavoginn fyrir tímabilið. Hann var fljótur að koma inn með sínar áherslur og vissi nákvæmlega hvað hann ætlaði að gera með Blikaliðið. Leikmennirnir sem hann tekur inn hjálpuðu liðinu mikið og það var meistaraverk að fá Samönthu inn á miðju tímabili. Frábær þjálfari sem er vel að þessum titli kominn.

Dómari ársins: Bergrós Lilja Unudóttir
Bergrós Lilja var kosin besti dómari Bestu deildar kvenna, en það eru leikmenn deildarinnar sem kjósa. Bergrós dæmdi fyrsta leik sinn í efstu deild fyrir ári síðan, en hún er aðeins 26 ára og á framtíðina fyrir sér. Bergrós er fyrrum leikmaður en hún spilaði með Þrótti í efstu deild.

Það er frábært tímabil að baki og var virkilega gaman að sjá áhorfendametið slegið á Hlíðarenda síðasta laugardag. Sú mæting og sú stemning er vonandi eitthvað sem er hægt að byggja á fyrir næstu ár. Áfram íslenskur fótbolti.
Athugasemdir
banner
banner