Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 29. september 2020 10:16
Ívan Guðjón Baldursson
West Brom fær Krovinovic aftur frá Benfica (Staðfest)
Mynd: Getty Images
West Bromwich Albion er búið að staðfesta komu Filip Krovinovic á eins árs lánssamningi frá Benfica.

Krovinovic var mikilvægur hlekkur í liði West Brom er liðið komst upp í ensku úrvalsdeildina á síðustu leiktíð eftir tveggja ára fjarveru. Hann spilaði 43 leiki og skoraði þrjú mörk.

Krovinovic kaus að fara aftur til West Brom frekar heldur en að ganga í raðir Bologna eða Getafe sem vildu einnig fá hann lánaðan.

Þessi vinnusami miðjumaður er 25 ára gamall og á 15 leiki að baki fyrir yngri landslið Króatíu.

Ef Krovinovic nær að festa sig í sessi í byrjunarliðinu gæti hann verið falur fyrir svo lítið sem tæplega fimm milljónir evra. Samningur hans við Benfica rennur út 2022.


Athugasemdir
banner
banner
banner