Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   fim 29. september 2022 20:49
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Jesus: Ég er frjáls hjá Arsenal
Mynd: EPA

Gabriel Jesus gekk til liðs við Arsenal frá Manchester City í sumar en hann er kominn með fjögur mörk og þrjár stoðsendingar í fyrstu sjö leikjunum.


Tækifærin voru af skornum skammti hjá City þar sem Pep Guardiola var yfirleitt ekki að spila með hreinræktaða níu.

„Það var undir mér komið að sætta mig við það. Ef ég sætti mig ekki við það þá var það bara 'takk fyrir' og tími til að fá nýja áskorun," sagði Jesus.

Arteta þekkir mig og ég þekki hann. Hann áttar sig á því hvað hann vill frá mér. Ég er frjáls á vellinum núna, spila með bros á vör og reyni alltaf að gera mitt besta."

Jesus lék aðeins 28 leiki á síðustu leiktíð fyrir City. Þar af sjö sem varamaður.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner