Mainoo að fá nýjan samning - Tekur Guardiola við enska landsliðinu - Eriksen fer til Ajax
   sun 29. september 2024 18:48
Brynjar Ingi Erluson
Einkunnir Man Utd og Tottenham: Fyrirliðinn ömurlegur - Fimm leikmenn fá þrist
Bruno Fernandes gengur af velli eftir að hafa fengið rauða spjaldið
Bruno Fernandes gengur af velli eftir að hafa fengið rauða spjaldið
Mynd: Getty Images
Micky van de Ven var frábær
Micky van de Ven var frábær
Mynd: Getty Images
Enski staðarmiðillinn Manchester Evening News sparaði ekki gagnrýnina á frammistöðu Manchester United í 3-0 tapinu gegn Tottenham á Old Trafford í dag.

Fyrirliðinn, Bruno Fernandes, fær aðeins einn í einkunn. Frammistaða hans var fremur slök stærstan hluta fyrri hálfleiksins og vont versnaði þegar hann fékk að líta rauða spjaldið á 42. mínútu.

MEN gefur Fernandes 1 í einkunn. Fimm liðsfélagar hans fá þrjá í einkunn en hæstir voru þeir Andre Onana og Kobbie Mainoo með 6.

Man Utd: Onana (6), Mazraoui (4), De Ligt (3), Martínez (3), Dalot (3), Ugarte (3), Mainoo (6), Garnacho (5), Fernandes (1), Rashford (4), Zirkzee (3).
Varamenn: Mount (4), Casemiro (4), Höjlund (4), Eriksen (4).

Evening Standard heldur utan um einkunnagjöf Tottenham en þar var voru þeir Micky van de Ven og Dejan Kulusevski bestir með 9. Slakasti leikmaður Tottenham var Timo Werner sem fór oft illa með góðar stöður, en hann fær 6 í einkunn.

Fimm leikmenn Tottenham fá átta í einkunn og þá áttu varamennirnir ágætis innkomu í leikinn, en þeir Lucas Bergvall og Pape Matar Sarr bjuggu einmitt til þriðja og síðasta markið sem Dominic Solanke skoraði.

Tottenham: Vicario (7), Porro (7), Romero (7), Van de Ven (9), Udogie (8), Bentancur (8), Kulusevski (9), Maddison (8), Johnson (8), Werner (6), Solanke (8).
Varamenn: Spence (7), Bergvall (7), Sarr (7), Moore (7), Dragusin (6).
Athugasemdir
banner
banner
banner