Dyche að taka við Forest - Chelsea vill Aghehowa - Njósnarar Barcelona sáu Greenwood fara á kostum
banner
   sun 29. september 2024 22:29
Brynjar Ingi Erluson
Ítalía: Rólegur dagur hjá Alberti - Napoli á toppinn
Matteo Politano hjálpaði Napoli að komast á toppinn
Matteo Politano hjálpaði Napoli að komast á toppinn
Mynd: EPA
Albert Guðmundsson lék annan leik sinn með Fiorentina í Seríu A í dag, en það fór aðeins minna fyrir honum þessa helgina en þá síðustu.

KR-ingurinn skoraði tvö og var hetja Fiorentina í fyrsta leik sínum með liðinu í síðustu viku.

Hann hafði beðið lengi eftir að þreyta frumraun sína og gat ekki beðið um betri byrjun, en náði ekki alveg að leika það eftir gegn Empoli í dag.

Heimamenn í Empoli áttu hættulegri færi á meðan Fiorentina skapaði sér lítið af viti. Moise Kean átti nokkrar tilraunir, sem voru arfaslakar, en Albert átti fremur rólegan dag.

Fotmob gefur honum 6,3 í einkunn. Þar kemur fram að hann hafi verið með 84% nýtingu í heppnuðum sendingum, átti sex sendingar á síðasta þriðjungi vallarins og snerti boltann tvisvar sinnum í teig mótherjans.

Þó má benda á þá staðreynd að Empoli hefur haldið hreinu í öllum þremur heimaleikjum sínum í deildinni á þessu tímabili, meðal annars gegn Juventus.

Empoli er í 6. sæti deildarinnar með 10 stig en Fiorentina með 7 stig í 11. sæti.

Napoli vann þá Monza, 2-0. Matteo Politano og Khvicha Kvaratskhelia skoruðu mörk Napoli með ellefu mínútna millibili í fyrri hálfleik.

Napoli-menn eru að njóta lífsins undir stjórn Antonio Conte en liðið er á toppnum með 13 stig eftir sex leiki.

Empoli 0 - 0 Fiorentina

Napoli 2 - 0 Monza
1-0 Matteo Politano ('22 )
2-0 Khvicha Kvaratskhelia ('33 )
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Milan 7 5 1 1 11 4 +7 16
2 Inter 7 5 0 2 18 8 +10 15
3 Napoli 7 5 0 2 12 7 +5 15
4 Roma 7 5 0 2 7 3 +4 15
5 Bologna 7 4 1 2 11 5 +6 13
6 Como 7 3 3 1 9 5 +4 12
7 Juventus 7 3 3 1 9 7 +2 12
8 Atalanta 7 2 5 0 11 5 +6 11
9 Sassuolo 7 3 1 3 8 8 0 10
10 Cremonese 7 2 4 1 8 9 -1 10
11 Udinese 7 2 3 2 7 10 -3 9
12 Lazio 7 2 2 3 10 7 +3 8
13 Cagliari 7 2 2 3 6 8 -2 8
14 Torino 7 2 2 3 6 13 -7 8
15 Parma 7 1 3 3 3 7 -4 6
16 Lecce 7 1 3 3 5 10 -5 6
17 Verona 7 0 4 3 2 9 -7 4
18 Fiorentina 7 0 3 4 5 10 -5 3
19 Genoa 7 0 3 4 3 9 -6 3
20 Pisa 7 0 3 4 3 10 -7 3
Athugasemdir
banner