Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
Axel Óskar kominn heim: Núna spilar maður með hjartanu
Jökull: Upplifði einhverja ást hér sem ég hef ekki upplifað áður
Þórður Gunnar: Leist best á Aftureldingu
Oliver með fiðring: Báðir bræður mínir spiluðu hér
„Einu leikmennirnir sem við höfum farið í viðræður við“
Segir Breiðablik vera alltof spennandi - „Virkilega margir sem skildu mig"
Arnar Pálmi: Aldrei upplifað annað eins
Sá leikjahæsti framlengdi við Völsung - „Ákvað að hætta því leikriti núna"
Alli Jói: Eins stórt og það gerist fyrir Völsung
Elfar Árni: Ekki hægt að segja nei þegar hann sagði mér að drulla mér heim
Var með nokkur tilboð en fannst FH langmest spennandi
Hoppaði í sófanum þegar lausn fannst - „Atvinnumennska að koma í Breiðablik"
Aftur upp í Bestu deildina - „Í sjálfu sér seldur eftir þann fund"
Valgeir vonar að fólk skilji sig - „Hef heyrt sögur úr Kórnum"
banner
   sun 29. september 2024 17:15
Elíza Gígja Ómarsdóttir
Jóhann Kristinn: Sennilega ekki spurning hvernig þessi deild endar ef þær ná því upp aftur
Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þór/KA
Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þór/KA
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Ég er ánægður með margt og bara vonsvikinn að hafa ekki náð að skora. Þróttur fékk sín færi að sjálfsögðu líka en ég held að það hefði allavega enginn verið hissa ef að við hefðum unnið þennan leik en svona var þetta. Bara hörkuleikur, jafn og spennandi og bara nokkuð gaman af þessu“ sagði Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þór/KA eftir 0-0 jafntefli gegn Þrótti í Laugardalnum í dag. 


Lestu um leikinn: Þróttur R. 0 -  0 Þór/KA

Þór/KA spilaði við Breiðablik í síðustu umferð þar sem þær lentu 6-0 undir í fyrri hálfleik en hvað fannst Jóhanni um þennan leik sem svar við þeirri frammistöðu?

„Já og nei. Þetta eru náttúrulega allt sjálfstæðir leikir. Við fengum skell í 45 mínútur og vitum að það á ekki að skilgreina hvað við erum eða hvernig tímabilið okkar er og þar vorum við bara flengd rækilega að liði sem er að sækjast eftir gulli og var á flugi í 45 mínútur og sennilega ekki spurning hvernig þessi deild endar ef þær ná því upp aftur. Fyrir okkar stelpur þá finnst mér þær gera þetta vel að keyra hérna suður í morgunn, stökkva í gallann, gera sig klárar og berjast fyrir félagið sitt. Það er þreyta og það er langt síðan við byrjuðum mótið og allt þetta, gamla tuggan. En ég ætla bara að segja að ég sé mjög ánægður með mína leikmenn í dag, hvernig þær spiluðu leikinn.“

Síðasti leikur Þór/KA er gegn Víking R. næstu helgi en liðið sem sigrar þann leik endar í 3. sæti deildarinnar. Aðspurður hvort stefnan sé ekki að klára þann leik með sóma segir hann „Fyrst og fremst held ég að það sé bara að við töpuðum fyrir þeim síðast og við þurfum að svara fyrir það. Það sem fylgir í kjöfarið er að við verðum bara áfram í sætinu sem við höfum verið í mjög lengi og svo gerum við upp eftir þann leik hvernig okkur finnst tímabilið.“

Viðtalið við Jóhann má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan. 


Athugasemdir
banner
banner