Færist nær því að yfirgefa Man Utd - Barca ætlar að kaupa Rashford - Newcastle hefur áhuga á Ederson
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
   sun 29. september 2024 17:15
Elíza Gígja Ómarsdóttir
Jóhann Kristinn: Sennilega ekki spurning hvernig þessi deild endar ef þær ná því upp aftur
Kvenaboltinn
Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þór/KA
Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þór/KA
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Ég er ánægður með margt og bara vonsvikinn að hafa ekki náð að skora. Þróttur fékk sín færi að sjálfsögðu líka en ég held að það hefði allavega enginn verið hissa ef að við hefðum unnið þennan leik en svona var þetta. Bara hörkuleikur, jafn og spennandi og bara nokkuð gaman af þessu“ sagði Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þór/KA eftir 0-0 jafntefli gegn Þrótti í Laugardalnum í dag. 


Lestu um leikinn: Þróttur R. 0 -  0 Þór/KA

Þór/KA spilaði við Breiðablik í síðustu umferð þar sem þær lentu 6-0 undir í fyrri hálfleik en hvað fannst Jóhanni um þennan leik sem svar við þeirri frammistöðu?

„Já og nei. Þetta eru náttúrulega allt sjálfstæðir leikir. Við fengum skell í 45 mínútur og vitum að það á ekki að skilgreina hvað við erum eða hvernig tímabilið okkar er og þar vorum við bara flengd rækilega að liði sem er að sækjast eftir gulli og var á flugi í 45 mínútur og sennilega ekki spurning hvernig þessi deild endar ef þær ná því upp aftur. Fyrir okkar stelpur þá finnst mér þær gera þetta vel að keyra hérna suður í morgunn, stökkva í gallann, gera sig klárar og berjast fyrir félagið sitt. Það er þreyta og það er langt síðan við byrjuðum mótið og allt þetta, gamla tuggan. En ég ætla bara að segja að ég sé mjög ánægður með mína leikmenn í dag, hvernig þær spiluðu leikinn.“

Síðasti leikur Þór/KA er gegn Víking R. næstu helgi en liðið sem sigrar þann leik endar í 3. sæti deildarinnar. Aðspurður hvort stefnan sé ekki að klára þann leik með sóma segir hann „Fyrst og fremst held ég að það sé bara að við töpuðum fyrir þeim síðast og við þurfum að svara fyrir það. Það sem fylgir í kjöfarið er að við verðum bara áfram í sætinu sem við höfum verið í mjög lengi og svo gerum við upp eftir þann leik hvernig okkur finnst tímabilið.“

Viðtalið við Jóhann má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan. 


Athugasemdir
banner
banner