29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
   sun 29. september 2024 17:15
Elíza Gígja Ómarsdóttir
Jóhann Kristinn: Sennilega ekki spurning hvernig þessi deild endar ef þær ná því upp aftur
Kvenaboltinn
Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þór/KA
Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þór/KA
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Ég er ánægður með margt og bara vonsvikinn að hafa ekki náð að skora. Þróttur fékk sín færi að sjálfsögðu líka en ég held að það hefði allavega enginn verið hissa ef að við hefðum unnið þennan leik en svona var þetta. Bara hörkuleikur, jafn og spennandi og bara nokkuð gaman af þessu“ sagði Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þór/KA eftir 0-0 jafntefli gegn Þrótti í Laugardalnum í dag. 


Lestu um leikinn: Þróttur R. 0 -  0 Þór/KA

Þór/KA spilaði við Breiðablik í síðustu umferð þar sem þær lentu 6-0 undir í fyrri hálfleik en hvað fannst Jóhanni um þennan leik sem svar við þeirri frammistöðu?

„Já og nei. Þetta eru náttúrulega allt sjálfstæðir leikir. Við fengum skell í 45 mínútur og vitum að það á ekki að skilgreina hvað við erum eða hvernig tímabilið okkar er og þar vorum við bara flengd rækilega að liði sem er að sækjast eftir gulli og var á flugi í 45 mínútur og sennilega ekki spurning hvernig þessi deild endar ef þær ná því upp aftur. Fyrir okkar stelpur þá finnst mér þær gera þetta vel að keyra hérna suður í morgunn, stökkva í gallann, gera sig klárar og berjast fyrir félagið sitt. Það er þreyta og það er langt síðan við byrjuðum mótið og allt þetta, gamla tuggan. En ég ætla bara að segja að ég sé mjög ánægður með mína leikmenn í dag, hvernig þær spiluðu leikinn.“

Síðasti leikur Þór/KA er gegn Víking R. næstu helgi en liðið sem sigrar þann leik endar í 3. sæti deildarinnar. Aðspurður hvort stefnan sé ekki að klára þann leik með sóma segir hann „Fyrst og fremst held ég að það sé bara að við töpuðum fyrir þeim síðast og við þurfum að svara fyrir það. Það sem fylgir í kjöfarið er að við verðum bara áfram í sætinu sem við höfum verið í mjög lengi og svo gerum við upp eftir þann leik hvernig okkur finnst tímabilið.“

Viðtalið við Jóhann má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan. 


Athugasemdir