Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   fim 29. október 2020 22:53
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Arteta hrósaði þeim sem komu inn í liðið - „Erfiðara að velja liðið"
Mynd: Getty Images
Mikel Arteta gerði tíu breytingar á byrjunarliði sínu frá síðasta leik Arsenal. Einungis Granit Xhaka byrjaði leikinn í kvöld gegn Dundalk af þeim sem byrjuðu í tapleiknum gegn Leicester á sunnudag. Arsenal vann Dundalk 3-0 og skoruðu þeir Eddie Nketiah, Joe Willock og Nicolas Pepe mörkin fyrir Skytturnar.

„Við létum þetta líta auðvelt út því við vorum agaðir frá byrjun. Við gerðum margar breytingar, gáfum öðrum leikmönnum tækifæri og mér fannst þeir sem komu inn gera vel," sagði Arteta við BT Sport eftir leik.

„Við erum með stóran hóp og ég vildi gefa öllum tækifæri. Í dag sýndu þeir að þeir eru tilbúnir þegar ég þarf á þeim að halda og í dag þeir gerðu mitt verkefni að velja liðið erfiðara."

„Stundum snýst þetta um gæði, stundum um taktískt upplegg fyrir leikinn. Í dag var ég mjög ánægður með frammistöðuna,"
sagði Arteta.

Rúnar Alex Rúnarsson lék í marki Arsenal og var hann að leika sinn fyrsta leik fyrir félagið. Folarin Balogun lék einnig sinn fyrsta leik þegar hann kom inn á og lék síðustu sautján mínúturnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner