Jorginho, Graham Potter, Zinedine Zidane, Xabi Alonso, Ramsdale og fleiri koma við sögu
banner
   mið 29. nóvember 2023 23:45
Brynjar Ingi Erluson
Arteta ánægður með að vera kominn í 16-liða úrslit - „Við gerðum þetta á svo fallegan hátt"
Mynd: Getty Images
Mikel Arteta, stjóri Arsenal, var himinlifandi með að vera kominn áfram í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu.

Arsenal valtaði yfir Lens á Emirates-leikvanginum og tryggði sér þar með toppsætið í B-riðli.

Arteta var sérstaklgea ánægður að ná að klára þetta í kvöld og tryggja liðið áfram, enda er þétt og erfið dagskrá framundan.

„Í dag var dagurinn til að ganga frá þessu og gerðum við það á svo fallegan hátt. Við skoruðum fimm mörk gegn rosalega góðu liði í fyrri hálfleiknum.“

„Maður getur orðið værukær og það komu kaflar í seinni hálfleiknum þar sem hegðunin var öðruvísi en við héldum okkur einbeittum.“

„Það er frábært því í augnablikinu er dagskráin sturluð. Við erum þegar byrjaðir að hugsa um Wolves, sem fer fram eftir 72 tíma.

„Við verðum að krefjast meira frá hvorum öðrum. Við verðum að vera vel undirbúnir fyrir leikinn gegn Wolves,“
sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner