Arsenal og Chelsea vilja Isak - Þrír orðaðir við Liverpool - Potter orðaður við Wolves og West Ham
   fös 29. nóvember 2024 17:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Viktor Árni æfði með bróður sínum hjá Norrköping
Mynd: Keflavík
Viktor Árni Traustason fékk frábært tækifæri á dögunum þegar hann æfði með sænska úrvalsdeildarliðinu Norrköping.

Viktor Árni er sautján ára og lék með 2. flokki Keflavíkur í sumar.

Keflavík vekur athygli á þessu í dag en Viktor þekkir ágætlega til besta leikmanns Norrköping.

Það er eldri bróðir hans, landsliðsmaðurinn Arnór Ingvi Traustason.

Viktor æfði bæði með aðalliðinu og U-19 liðinu á tíma sínum hjá Norrköping. Hann er samningsbundinn Keflavík út tímabilið 2026.

Arnór Ingvi er 31 árs miðjumaður sem varð sænskur meistari með Norrköping tímabilið 2015 og 2020 með Malmö. Hann sneri aftur til Norrköping árið 2022 og er samningbundinn út tímabilið 2026.

Arnór Ingvi er uppalinn hjá Njarðvík og skipti yfir í Keflavík í 3. flokki. Hann lék með meistaraflokki tímabilin 2010-2013 og hélt í kjölfarið til Norrköping.

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner