Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 30. janúar 2023 22:47
Ívan Guðjón Baldursson
Djed Spence lentur í Frakklandi fyrir læknisskoðun
Mynd: EPA

Bakvörðurinn efnilegi Djed Spence er staddur í Frakklandi þessa stundina þar sem hann mun gangast undir læknisskoðun hjá Rennes á morgun.


Tottenham borgaði um 20 milljónir punda fyrir Spence síðasta sumar en hann er ekki tilbúinn fyrir aðalliðið. Spence átti stóran þátt í velgengni Nottingham Forest í Championship deildinni á síðustu leiktíð og voru gríðarlega mörg félög sem báðu um að fá hann lánaðan í janúar.

Spence valdi að lokum að ganga til liðs við Rennes sem er í Evrópubaráttunni í frönsku deildinni. Franska félaginu vantar bakvörð til að fylla í skarðið fyrir hinn meidda Lorenz Assignon sem verður frá út mars hið minnsta.

Það fylgir ekki kaupmöguleiki með lánssamningi Spence þar sem Antonio Conte telur hann mikilvægan leikmann fyrir framtíðina. 


Athugasemdir
banner
banner
banner