Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mán 30. janúar 2023 18:48
Ívan Guðjón Baldursson
María Catharina í hollenska boltann (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

María Catharina Ólafsdóttir Gros er búin að skrifa undir samning við hollenska úrvalsdeildarfélagið Fortuna Sittard.


Þar gengur hún til liðs við Hildi Antonsdóttur sem var keypt til félagsins síðasta sumar.

María Catharina, sem er fædd 2003 og á 46 leiki að baki með Þór/KA í efstu deild, var gríðarlega eftirsótt og gat valið á milli þriggja félaga. Hún kaus að flytja til Hollands en hefði einnig getað farið til Svíþjóðar eða Portúgals.

Sittard er í þriðja sæti hollensku deildarinnar, ellefu stigum eftir titilbaráttuliðum Ajax og Twente.

Sittard reyndi að krækja í Maríu síðasta sumar en hún vildi taka sér smá tíma á Íslandi áður en hún tæki ákvörðun varðandi framtíðina. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem María flytur erlendis til að spila fótbolta eftir að hafa spilað fyrir skoska stórveldið Celtic.


Athugasemdir
banner