mán 30. mars 2020 14:00
Elvar Geir Magnússon
Vinsældir deildarinnar í Hvíta-Rússlandi rjúka upp
Willum Þór Willumsson leikur með BATE Borisov í Hvíta-Rússlandi.
Willum Þór Willumsson leikur með BATE Borisov í Hvíta-Rússlandi.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Fótboltinn heldur áfram í Hvíta-Rússlandi á meðan hann hefur verið stöðvaður í nánast öllum löndum heims vegna kórónaveirunnar.

Deildin hefur ekki hlotið mikla athygli hingað til en skyndilega hefur áhuginn rokið upp og fjöldi sjónvarpsfyrirtækja hafa tryggt sér útsendingarréttinn.

Í landinu hyggjast menn ekki fresta leikjum eða aflýsa tímabilinu og hefur knattspyrnusambandið nú gert sjónvarpssamninga við tíu lönd. Þar á meðal Rússland, Ísrael og Indland.

Fótboltaþyrstir einstaklingar horfa nú til Hvíta-Rússland og félögin taka eftir auknum áhuga í gegnum samfélagsmiðla.

„Við vonumst til þess að áhuginn muni gera fótboltann betri. Vonandi stíga leikmenn upp núna þegar fleiri eru að horfa," segir Alexander Strok, taslmaður Dinamo Minsk.

Hann telur að þessi áhugi gæti opnað dyr fyrir leikmenn í Hvíta-Rússlandi að komast að hjá stærri félögum.

Einn Íslendingur leikur í deildinni en það er Willum Þór Willumsson sem er hjá BATE Borisov.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner