Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 30. mars 2021 13:30
Magnús Már Einarsson
Byrjunarliðið valið seint - Aron, Birkir og Jói fengu högg
Icelandair
Birkir Bjarnason í leiknum gegn Armeníu.
Birkir Bjarnason í leiknum gegn Armeníu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari, segir að það verðið ákveðið í kvöld hvernig byrjunarliðið verður gegn Liechtenstein í undankeppni HM annað kvöld.

Albert Guðmundsson er í leikbanni á morgun og þeir Ragnar Sigurðsson og Kolbeinn Sigþórsson eru ekki með vegna meiðsla.

Aron Einar Gunnarsson, Birkir Bjarnason og Jóhann Berg Guðmundsson fengu allir högg gegn Armenum en staðan á þeim verður skoðuð í dag.

„Jói fékk högg á síðuna. Birkir Bjarna datt illa á bakið og Aron fékk spark í kálfann. Kári var að spila sinn annan leik á þremur dögum og fékk engin spörk en er þreyttur. Við erum að líta á þessa leikmenn sem hafa spilað þessa fyrstu tvo leiki. Það er erfiðast fyrir þá að ná sér," sagði Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari, í viðtali við Fótbolta.net í dag.

„Við erum að fara að velja byrjunarliðið í kvöld. Við erum byrjaðir að raða niður alls konar möguleikum en við þurfum fyrst að leyfa leikmönnum að fara í endurhæfingu hjá læknum og sjúkrateyminu. Við tökum fund með læknateyminu í kvöld, fáum skýrslu og þá getum við ákveðið okkur."

Hér að neðan má sjá viðtalið við Arnar í kvöld sem og viðtal við Aron Einar Gunnarsson en landsliðsfyrirliðinn segist vera klár í að byrja á morgun.
Aron: Ef menn halda að þetta sé auðvelt þá fá menn það í grímuna
„Þegar maður hugsar um þetta þá fær maður ennþá skjálfta í hnén"
Athugasemdir
banner
banner
banner