Tottenham og Newcastle hafa áhuga á Grealish - Newcastle bjartsýnt á að fá Guehi - Elanga í læknisskoðun
   þri 30. mars 2021 14:53
Magnús Már Einarsson
Japan skoraði fjórtán mörk
Sjaldséðar tölur litu dagsins ljós þegar Japan burstaði Mongólíu 14-0 í undankeppni HM í dag.

Takumi Minamino, leikmaður Liverpool sem er í láni hjá Southampton, skoraði fyrsta markið eftir þrettán mínútur og mörkunum rigndi inn eftir það.

Staðan var 5-0 í hálfleik en þrjú af mörkum Japan í leiknum komu í viðbótartíma í síðari hálfleik.

Yuya Osako, leikmaður Werder Bremen, var atkvæðamestur en hann skoraði þrennu.

Japan hefur unnið alla fimm leiki sína í undankeppni HM og er á toppi riðilsins með markatöluna 27-0.

Athugasemdir
banner
banner