Jack Diamond, leikmaður Sunderland, hefur verið ákærður fyrir nauðgun og kynferðisbrot.
Hinn 23 ára gamli Diamond hefur verið settur til hliðar af Sunderland eftir að ákæran var staðfest en rannsókn á málinu hefur verið í gangi síðan í maí.
Í maí í fyrra fékk lögreglan tilkynningu um að ráðist hafi verið á konu í Washington í Bretlandi.
Leikmaðurinn var á láni hjá Lincoln í ensku C-deildinni en þeim lánssamningi hefur núna verið rift.
Sunderland segist ekki ætla að tjá sig um málið frekar þar sem það er núna í höndum dómsstóla.
Athugasemdir