Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
   fim 30. mars 2023 17:10
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Leikmaður Sunderland ákærður fyrir nauðgun og kynferðisbrot
Jack Diamond.
Jack Diamond.
Mynd: Getty Images
Jack Diamond, leikmaður Sunderland, hefur verið ákærður fyrir nauðgun og kynferðisbrot.

Hinn 23 ára gamli Diamond hefur verið settur til hliðar af Sunderland eftir að ákæran var staðfest en rannsókn á málinu hefur verið í gangi síðan í maí.

Í maí í fyrra fékk lögreglan tilkynningu um að ráðist hafi verið á konu í Washington í Bretlandi.

Leikmaðurinn var á láni hjá Lincoln í ensku C-deildinni en þeim lánssamningi hefur núna verið rift.

Sunderland segist ekki ætla að tjá sig um málið frekar þar sem það er núna í höndum dómsstóla.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner