Nú stendur yfir leikur Breiðabliks og KA í Meistarakeppni KSÍ en óhætt er að segja að ekki sé spilað við kjöraðstæður. Það er talsverður vindur og fámennt í stúkunni.
„Við erum komnir upp næsta skref í óveðri! Það eru fimm mínútur í leik og við erum byrjuð að sjá eldingar og heyra þrumur," skrifaði Haraldur Örn Haraldsson í textalýsingu frá leiknum.
„Við erum komnir upp næsta skref í óveðri! Það eru fimm mínútur í leik og við erum byrjuð að sjá eldingar og heyra þrumur," skrifaði Haraldur Örn Haraldsson í textalýsingu frá leiknum.
„Það var í boði að spila í Kórnum en forsendurnar voru einhverjar aðrar en hagsmunir leikmanna og leiksins," sagði Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, í viðtali við RÚV fyrir leikinn.
Fyrr í dag var leik hætt í hálfleik á Álftanesi þar sem heimamenn og Haukar léku í Mjólkurbikarnum. Haukar voru þá 3-0 yfir en samkvæmt upplýsingum Fótbolta.net er áætlað að spila seinni hálfleikinn á morgun.
Myndin sem fylgir fréttinni var tekin á æfingaleik Þróttar og FH sem fram fór í snjókomu og roki í Laugardalnum í dag.
Athugasemdir