Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 30. apríl 2020 13:03
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
KA vonast til að framlengja lánssamninga - Ásgeir með frá byrjun
Ásgeir Sigurgeirsson.
Ásgeir Sigurgeirsson.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
KA vonst til að ná að framlengja lánssamninga sína við framherjann Jibril Abubakar og varnarmanninn Mikkel Qvist. Abubakar kom til KA á láni frá Midtjylland í vetur og Qvist á láni frá Horsens en báðir lánssamningarnir eru út ágúst.

Samkvæmt upphaflegum drögum áttu leikmennirnir að ná nítján umferðum í Pepsi Max-deildinni en vegna frestunar á deildinni þá eru leikirnir orðnir mun færri ef þeir fara aftur til Danmerkur í lok ágúst.

„Við erum í óvissu með þetta í dag. Þeir ná þrettán leikjum í staðinn fyrir nítján ef að samningurinn stendur óbreyttur," sagði Sævar Pétursson, framkvæmdastjóri KA, í útvarpsþætti Fótbolta.net í dag.

„Við erum að bíða eftir svörum erlendis frá. Það eru allar líkur á því að glugginn erlendis færist aftar. Vonandi verður glugginn í Danmörku út september þar sem mótið hjá þeim frestast."

Sævar bendir einnig á að íslenskir strákar sem eru í námi í Bandaríkjunum muni mögulega ná einungis níu leikjum í sumar þar sem þeir eru á leið í nám í ágúst.

Framherjinn Elfar Árni Aðalsteinsson sleit krossband í vetur og verður ekkert með í sumar. Ásgeir Sigurgeirsson hefur einnig verið meiddur í vetur en hann verður klár í fyrsrta leik.

„Ásgeir er kominn í miklu betra stand og verður með frá byrjun. Hann er farinn að æfa manna mest eins og honum einum er lagið," sagði Sævar.
Útvarpsþátturinn - Halló Akureyri! Heimsókn til KA
Athugasemdir
banner