fös 30. apríl 2021 11:30
Fótbolti.net
Líkleg byrjunarlið Fylkis og FH - Bakverðir Árbæinga í banni
Orri Hrafn Kjartansson.
Orri Hrafn Kjartansson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Matthías Vilhjálmsson.
Matthías Vilhjálmsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ágúst Eðvald Hlynsson.
Ágúst Eðvald Hlynsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Meðal leikja í 1. umferð Pepsi Max-deildarinnar er viðureign Fylkis og FH sem verður annað kvöld í Árbænum. Daði Ólafsson og Ragnar Bragi Sveinsson, sem myndu væntanlega byrja í bakvarðastöðunum hjá heimamönnum, eru báðir í leikbanni í fyrsta leik.

Þeir taka út bann eftir rauð spjöld í lok síðasta tímabils. Búast má við því að Orri Hrafn Kjartansson leysi af í vinstri bakverði og Torfi Tímoteus verði í þeim hægri.

Spurning er hvort nýi sóknarmaðurinn Jordan Brown verði í byrjunarliðinu en samkvæmt upplýsingum Fótbolta.net er hann ekki kominn í sitt besta stand og gæti því byrjað meðal varamanna.



Matthías Vilhjálmsson byrjar væntanlega fremstur hjá FH. Björn Daníel Sverrisson er að stíga upp úr meiðslum og byrjar líklega á bekknum. Eggert Gunnþór Jónsson hefur verið meiddur í vetur en hefur spilað síðustu leiki.



föstudagur 30. apríl
20:00 Valur-ÍA (Origo völlurinn)

laugardagur 1. maí
17:00 HK-KA (Kórinn)
19:15 Stjarnan-Leiknir R. (Samsungvöllurinn)
19:15 Fylkir-FH (Würth völlurinn)

sunnudagur 2. maí
19:15 Breiðablik-KR (Kópavogsvöllur)
19:15 Víkingur R.-Keflavík (Víkingsvöllur)
Athugasemdir
banner
banner
banner