Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 30. maí 2020 09:00
Ívan Guðjón Baldursson
Nagelsmann opnaði sig um Werner: Þetta er hans líf
Mynd: Getty Images
Julian Nagelsmann, ungur þjálfari RB Leipzig, heldur enn í vonina að framherjinn öflugi Timo Werner kjósi að vera áfram hjá félaginu í sumar þrátt fyrir áhuga frá nokkrum af stærstu liðum Evrópu.

Werner er 24 ára gamall og hefur skorað 91 mark í 153 leikjum frá komu sinni til Leipzig sumarið 2016. Hann er falur fyrir 55 milljónir evra vegna söluákvæðis í samningi hans við Leipzig.

Werner hefur þó látið skírt í ljós að það séu aðeins nokkur félög sem koma til greina sem næsti áfangastaður. Hann er þegar búinn að hafna fyrirspurnum frá ýmsum stórum félögum víða um Evrópu, þar á meðal Inter.

Nagelsmann segist ekki vita hvað framtíðin ber í skauti sér fyrir Werner og segist skilja ef sóknarmaðurinn kýs að róa á önnur mið.

„Hann veit hvað hann hefur í Leipzig og vonandi veit hann hvað hann hefur í mér. Ég veit hvað ég hef í honum og þess vegna gef ég honum óbilandi traust, rétt eins og með Dayot Upamecano. Ég hef leyft þeim að byrja alla leiki til að hjálpa þeim að þroskast og þróa leik sinn," sagði Nagelsmann.

„Það er leikmaðurinn sjálfur sem verður að taka ákvörðun um framtíðina sína. Ef honum líður ekki eins og hann geti bætt sig meira hjá félaginu þá er tilgangslaust fyrir hann að vera eftir. Þetta er hans líf og hans ferill."
Athugasemdir
banner
banner