Maignan orðaður við Chelsea á ný - West Ham lítur í kringum sig eftir nýjum stjóra - Ensk stórlið vilja Bremer
Gummi Kri um Jökul: Hann gerir töluvert meira gagn þar heldur en upp í stúku
Heimir: Ef það er einhver sem ég vil að fái svona færi þá er það Bjarni, fyrir utan Björn Daníel
Markmiðið sett eftir Bröndby leikinn: „Búnir að standast prófið hingað til“
Þórarinn Ingi: Ég er bara að vinna hérna og hjálpa til eins og ég get
Segir Sigurð besta dómara landsins - „Búinn að fá alveg nóg og lét gamminn geisa“
Gylfi: Tímabært fyrir dómarana að fá VAR hjálp
Hallgrímur Jónasson: Ég fór á háu nóturnar
Óskar Hrafn: Við höfum örlögin í okkar höndum
Láki: Stundum þarf maður að vera pínu bófi
Birnir Snær: Okkur fjölskyldunni líður ótrúlega vel hérna
Alex Freyr: Þurfum að loka svona leikjum 6 til 7-0
Maggi með ákall til stuðningsmanna - „Þurfum að fylla völlinn og búa til alvöru stemningu"
Stefan Ljubicic: Féll allt á einhvern hátt fyrir okkur
Venni: Þetta er bara leikaraskapur og hann kemst upp með það
Ívar Örn: Manni finnst maður oft vera full gamall
Hemmi Hreiðars: Stórkostlegt að vera komnir þetta langt á kornungu liði
Haraldur Freyr: Hjálpar okkur helling að við vorum í þessum leik í fyrra
Gunnar Heiðar: Ég er að verða atvinnulaus núna
Ingvar Freyr: Verður einhver helvítis veisla næstu helgi
Berglind Björg: Ég er bara ótrúlega stolt af þessu
   sun 30. júní 2013 19:24
Magnús Már Einarsson
Palli: Þjálfarinn þarf ekki að vera rosalega klár í varnarfræðum
Páll Viðar Gíslason.
Páll Viðar Gíslason.
Mynd: Fótbolti.net - Torfi Jóhannsson
,,Baráttustigin eru ekkert síðri en að spila einhvern brasilískan bolta. Ég tek þessi þrjú stig í dag fagnandi með mér heim," sagði Páll Viðar Gíslason þjálfari Þórs eftir 3-1 sigur liðsins á Keflavík í kvöld.

Lestu um leikinn: Keflavík 1 -  3 Þór

Vörn Þórs var gagnrýnd talsvert eftir að liðið fékk á sig tuttugu mörk í fyrstu sjö leikjunum en Páll talaði meðal annars um það eftir 4-1 tap gegn Fram að hann væri sjálfur ekki nógu klókur í varnarfræðum. Varnarleikurinn hefur aftur á móti verið betri í síðustu tveimur leikjum.

,,Það skilar sér þegar menn leggjast á eitt og berjast fyrir hvorn annan. Ef menn leggja á sig þá þarf þjálfarinn ekkert að vera rosalega klár í varnarfræðum," sagði Páll sem var brjálaður þegar Keflvíkingar klóruðu í bakkann í viðbótartíma.

,,Ég er búinn að vera með þetta á heilanum í 2-3 vikur og gefst ekki upp fyrr en við höldum markinu okkar hreinu. Ef við ætlum að ná í einhverja punkta þá verðum við að halda hreinu. Þess vegna var ég mjög ósáttur að fá á okkur þetta mark."

Joshua Wicks, markvörður Þórs, fór meiddur af velli í dag og verður væntanlega ekki með gegn ÍA á miðvikudag en Srdjan Rajkovic tók stöðu hans.

,,Þetta er sama og hann var að glíma við fyirr síðasta leik. Ég er með tvo mjög góða markverði. Þeir eru ólíkir en báðir frábærir og ég sef alveg yfir markmannsmálunum."

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir