Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 30. júní 2021 14:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Aron Einar: Skylda mín að taka eitt tímabil með Þór
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði, ætlar sér að koma heim og taka eitt tímabil með Þór undir lok ferilsins.

Hann segir frá þessu í samtali við Sigmund Ernir Rúnarsson á Hringbraut.

Aron er uppalinn í Þór á Akureyri, en hann steig sín fyrstu skref í meistaraflokki þar 2005 þegar hann var á 16. aldursári. Hann er núna 32 ára og spilar með Al Arabi í Katar.

„Þórssvæðið er uppruninn og þar mun ég taka eitt tímabil í lokin. Það er prinsipp fyrir mig. Þegar ég kem heim, þá tek ég eitt sumar með Þór. Sama í hvaða deild þeir verða, mér finnst það skylda mín; skila til baka og klára þar sem ég byrjaði.">

Viðtalið við Aron Einar á Hringbraut er á morgun á slaginu 20:00.


Athugasemdir
banner
banner
banner