Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 30. júní 2021 16:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Það að Benítez sé tekinn við Everton gerir þennan dag mjög miklu verri
Rafa Benítez
Rafa Benítez
Mynd: Getty Images
Magnús Þór Jónsson
Magnús Þór Jónsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rafa Benítez tók í dag við sem stjóri Everton. Vegna þeirra tíðinda hafði Fótbolti.net samband við Magnús Þór Jónsson og óskaði eftir hans viðbrögðum við ráðningunni. Maggi er harður stuðningsmaður Liverpool og Benítez stýrði Liverpool á árunum 2004-2010.

Slæmur dagur í boltanum
„Sumir dagar eru góðir í boltanum og aðrir slæmir. Það að heyra það að Rafa Benítez sé nú að fara að taka við Everton gerir þennan dag mjög miklu verri," segir Magnús.

Benítez skildi Liverpool
„Rafa Benítez er klárlega í huga mínum einn af þeim stjórum sem skildi Liverpool FC og kippti honum á hærri stall. Koma hans til LFC sumarið 2004 markaði tímabil þar sem félagið steig upp úr ákveðnu "meltdown" sem hafði verið í gangi síðustu tvö tímabil Houllier. Istanbuldagurinn auðvitað klárlega einn sá stærsti í sögu félagsins en næstu þrjú tímabil á eftir komu líka klúbbnum á góðan stað. Á sama tíma fór hann ásamt konu sinni á fullt inn í samfélagsverkefni í borginni og gerðu hana að sínu heimili. Þar auðvitað kom Hillsboroughverkefnið sterkt inn og fjölskyldur þeirra fórnarlamba settu hann réttilega á háan stall. Þegar hann fór þá var ég mjög leiður því mér fannst fullkomlega ljóst að hann hefði hagsmuni félagsins í meiri hávegum en fíflin sem ráku hann."

Rígurinn við Everton
„Rafa átti hjörtu okkar líka hvernig hann tæklaði baráttuna við Moyes og Ferguson, þá sem stýrðu erkifjendunum og það er hægt að vitna í margar góðar setningar sem hann á um þá bláu í borginni. Ég er alinn upp á þeim tíma að Everton voru liðið til að keppa við og lít á þá sem mína erkifjendur. Það eru ekki til leikmenn í mínum huga sem hafa pirrað mig meira en Graeme Sharp, Tony Hibbert, Tim Cahill og Duncan Ferguson."

Fótboltalegt harakiri
„Það að Rafa Benitez hafi nú valið að taka við Everton fellir hann klárlega af þeim stalli sem ég hef haft hann á. Það má ekkert misskilja það að hann vill fá vinnu og það í Englandi...og hann er í raun með of gott track record fyrir Everton síðustu ára. Það er einfaldlega þannig að þú getur ekkert verið bæði LFC og EFC maður. Þeir sem hafa lent í því ná aldrei sömu hylli hjá "rauðu" eða "bláu" þjóðinni í borginni, það geta Nick Barmby og Sammy Lee t.d. sagt frá. Sama verður hjá Rafa, þetta er fullkomið "lose-lose" situation þó auðvitað það sé ekki ástæða til þeirra ruglskilaboða sem hafa borist honum frá bláum að undanförnu. Þetta er fótboltalegt harakiri hjá mér allavega...og mörgum öðrum í kringum mig," segir Magnús.
Athugasemdir
banner
banner