Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 30. júní 2021 12:10
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Verður Gylfi hér í ágúst? Við teljum það mjög ólíklegt"
Gylfi fagnar marki.
Gylfi fagnar marki.
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Kevin Campbell, fyrrum fyrirliði Everton, hefur hvatt Everton til að selja Gylfa Þór Sigurðsson.

Campbell segir að Gylfi sé enn góður leikmaður en það sé kominn tími á að yngja hópinn hjá félaginu.

Gylfi hefur að undanförnu verið orðaður við Al-Hilal í Sádí-Arabíu. Fjölmiðlamaðurinn Ekrem Konur telur að Everton muni samþykkja 10 milljón evra tilboð frá Al-Hilal en aðalvinnan sé fólgin í því að sannfæra Gylfa sem er ekki sagður spenntur fyrir því að fara til Sádí-Arabíu.

Campbell var í viðtali við Goodison News að Gylfi sé leikmaður sem þurfi að hverfa á braut.

„Tímarnir verða að breytast," sagði Campbell. „Gylfi hefur verið góður þjónn fyrir félagið, en það þarf að þétta og yngja hópinn."

Hann sagði jafnframt að Gylfi væri enn góður leikmaður en íslenski landsliðsmaðurinn átti mjög fínt tímabil á síðustu leiktíð.

Rafa Benitez verður tilkynntur sem stjóri Everton á næstu dögum. Verður Gylfi í hans plönum? Það kemur í ljós. Goodison News telur að svo verði ekki.



„Verður Gylfi enn hér í ágúst? Við teljum það mjög ólíklegt," segir í greininni.
Athugasemdir
banner
banner