Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fim 30. júní 2022 08:30
Brynjar Ingi Erluson
Lukaku var í reglulegu sambandi við Inzaghi á síðasta tímabili
Romelu Lukaku
Romelu Lukaku
Mynd: Inter
Mynd: Getty Images
Belgíski framherjinn Romelu Lukaku var í reglulegu sambandi við Simone Inzaghi, þjálfara Inter, á síðustu leiktíð en þetta sagði hann í viðtali á heimasíðu félagsins ef hann að hann var kynntur.

Lukaku var á mála hjá Chelsea frá 2011 til 2014 en náði aldrei að nýta tækifærin sem hann fékk hjá félaginu.

Sjö árum síðar, eftir að hafa spilað feykivel með Inter, fékk hann annað tækifæri til að sanna sig hjá Chelsea. Félagið borgaði fúlgur fjár til að landa honum en hann náði þó ekki að standast þær væntingar sem gerðar voru til hans.

Hann skoraði einungis 15 mörk yfir allt tímabilið og var ekki öruggur með sæti sitt þegar leið á tímabilið. Vinnuframlag hans var gagnrýnt harðlega og átti hann það til að týnast í leikjum. Því var þetta algert vonbrigðatímabil fyrir hann og leitaði hugurinn aftur til Ítalíu.

Eftir nokkura vikna viðræður milli Chelsea og Inter þá náðu félögin saman um að hann færi á lán til Ítalíu. Inter greiðir 7 milljónir punda fyrir lánsdvölina en Lukaku er hæstánægður með að vera kominn aftur til Inter og segist þá hafa verið í reglulegu sambandi við Simone Inzaghi, þjálfara liðsins, á síðustu leiktíð.

„Inter hefur gefið mér svo mikið og nú vona ég að ég geri betur en ég gerði síðast. Ég seldi ekki einu sinni heimili mitt í Mílanó þegar ég fór til Englands, sem sýnir hvað ég er ánægður hérna."

„Ástúðin sem ég fékk frá stuðningsmönnunum og liðsfélögum mínum en líka tækifærið að vinna með þjálfaranum. Ég var í sambandi við hann allt síðasta tímabil."

„Ég talaði við nánast hvern einasta leikmann. Ég vil þakka þeim öllum, því ég vildi koma hingað, en þeir áttu líka þátt í að gera þetta að veruleika. Ég vil þakka þeim, því þeir eru eins og fjölskylda. Þetta eru bræður mínir."

„Ég er ekki leikmaður sem hugsar bara um sjálfan sig því ég hugsa alltaf um liðið. Ég vil að Inter sé að vinna og ég mun gera allt sem ég get á æfingum og vellinum til að hjálpa liðinu að vinna,"
sagði Lukaku.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner