Gordon vill fara til Liverpool - Chelsea vill Williams sem vill fara til Barcelona - Hjulmand orðaður við Burnley
Kveðjuleikur Viktors Bjarka: Erfitt að kveðja - Stærra verkefni sem bíður
Rúnar Kristins: Maður fær ekki alltaf það sem maður á skilið
„Litum út fyrir að vera algjörir neðri deildar leikmenn að bíða eftir að komast í eitthvað Domino's tilboð"
Magnús Már: Hef svo ótrúlega trú á þessum hóp og þessum strákum
Arnar staðfestir áhuga á Guðmundi Andra: Við höfum talað við hann
Halli Hróðmars: Mér er drullusama fyrir hverjum ég tapa
Liam öðruvísi leikmaður en faðir sinn - „Ég er bara með markanef"
Dragan: Ekki nóg að þrír séu góðir af ellefu
Fullkomin byrjun Óla Hrannars: Góðir fótboltamenn og líka harðduglegir
Árni Freyr: Við lítum á þetta sem tvö töpuð stig
Chris Brazell: Ég þarf að horfa á sjálfan mig og reyna að bæta mig
Siggi Höskulds: Þessi leikur mjög nálægt því að ráðast á einhverjum að renna
Úlfur: Í seinni hálfleik þá fannst mér miklu meiri orka og fókus
Óli Kristjáns: Gerast verri hlutir í lífinu
Pétur Péturs: Hún er ekki lengur efnileg
Arnar Grétars: Þetta var í rauninni í alla staði mjög skrítið
Eru í þessu til að berjast um titla - „Planar ekki að skora úr hornspyrnu"
Jóhann Kristinn: Ræðst á einhverju rugli í restina
Írena skoraði beint úr hornspyrnu - „Búin að vera reyna þetta"
Steinar Þorsteins: Nýbúinn að fá krampa og heppinn að drífa á markið
banner
   sun 30. júní 2024 22:21
Stefán Marteinn Ólafsson
„Litum út fyrir að vera algjörir neðri deildar leikmenn að bíða eftir að komast í eitthvað Domino's tilboð"
Lengjudeildin
Gunnar Heiðar Þorvaldsson þjálfari Njarðvíkur
Gunnar Heiðar Þorvaldsson þjálfari Njarðvíkur
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson

Njarðvíkingar tóku á móti Aftureldingu á Rafholtsvellinum í kvöld þegar 10.umferð Lengjudeildarinnar fór fram.

Njarðvíkingar gátu með sigri í kvöld farið aftur á topp deildarinnar en gestirnir frá Mosfellsbæ höfðu önnur áform.


Lestu um leikinn: Njarðvík 2 -  5 Afturelding

„Hrikalega lélegt. Út úr karakter, menn ekki að gera það sem þeir áttu að gera. Leit út eins og menn vildu ekki spila og vera inni á vellinum. Allt of margir sem voru bara með hauskúpuleik hérna í dag." Sagði svekktur Gunnar Heiðar Þorvaldsson þjálfari Njarðvíkinga eftir tapið í kvöld. 

„Við sýnum karakter að koma tilbaka og koma þessu í 2-2 en svo bara gerist eitthvað. Við erum að ýta og erum að ná þessum færum. Fáum tvö mjög góð færi til þess að skora þetta 3-2 mark en við náum ekki að skora og þeir ná skyndisókn og skora úr því. Þá er bara eins og við missum hausin þó það sé korter eftir eða hvað það er. Þetta verður bara eins og einhver spilaborg sem hrynur."

Gunnar Heiðar vildi meina að alltof margir leikmenn hjá sér hefðu átt hauskúpuleik.

„Ég hefði bara viljað að leikmenn yrðu heiðarlegir við mig hvort að þeir vildu vera inni á vellinum eða ekki. Það voru bara alltof margir sem að voru með hauskúpuleik í þessum leik."

Gunnar Heiðar var virkilega pirraður með heildarbragin á liðinu sínu í dag.

„Já við gerðum bara nákvæmlega ekkert af því sem við áttum að gera. Við erum bara komnir í það að kenna einhverjum öðrum um í staðin fyrir að taka ábyrgð á þessu sjálfir og litum út fyrir að vera bara algjörir ég veit ekki einusinni hvað. Neðri deildar leikmenn sem voru að bíða eftir að komast í eitthvað Domino's pizza tilboð." 


Lengjudeild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Fjölnir 10 7 2 1 21 - 12 +9 23
2.    Njarðvík 10 6 2 2 22 - 14 +8 20
3.    ÍBV 10 4 4 2 22 - 13 +9 16
4.    Afturelding 10 4 2 4 16 - 19 -3 14
5.    Grindavík 9 3 4 2 17 - 14 +3 13
6.    ÍR 10 3 4 3 13 - 17 -4 13
7.    Leiknir R. 10 4 0 6 13 - 18 -5 12
8.    Keflavík 10 2 5 3 14 - 13 +1 11
9.    Þór 9 2 4 3 13 - 15 -2 10
10.    Grótta 10 2 4 4 16 - 23 -7 10
11.    Þróttur R. 10 2 3 5 14 - 16 -2 9
12.    Dalvík/Reynir 10 1 4 5 11 - 18 -7 7
Athugasemdir
banner
banner