Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   fim 30. júlí 2020 23:12
Hafliði Breiðfjörð
Óli Íshólm: Skutu allir í sama horn og í 5. flokki
Óli í leik með Fylki í sumar.
Óli í leik með Fylki í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta verður ekki mikið betra. Þetta var uppeldisfélagið og ég var extra mótiveraður í þetta í dag. Það verður ekki betra fyrir markmann en að verja þetta í vító," sagði Ólafur Ísólm Ólafsson markvörður Fram eftir að hafa slegið Fylki út úr Mjólkurbikarnum í kvöld. Úrslitin réðust í vítaspyrnukeppni þar sem hann varði eina spyrnu.

Lestu um leikinn: Fram 5 -  4 Fylkir

„Við byrjuðum ekkert rosalega vel en við unnum okkur hægt og rólega inn í leikinn og mér fannst við mjög solid og ganga frá þessu. Ég var furðu rólegur og fannst við vera með þá allan tímann, sérstaklega eftir að þeir lentu manni undir. Þetta var aldrei í hættu og við hefðum geta klárað þetta í venjulegum leiktíma."

Ólafur er uppalinn í Fylki og mætti þarna uppeldisklúbbnum eins og hann nefndi. Eftir spennandi leik réðust úrslit í vítaspyrnukeppni.

„Maður lifir fyrir þessi moment. Þetta verður ekki mikið betra," sagði Óli en var hann búinn að kynna sér hvernig Fylkismennirnir skjóta í vítum?

„Nei ég ólst upp með öllum þessum gæjum og vissi nákvæmlega hvert þeir voru að fara. Þeir skutu allir í sömu horn og þeir gerðu í 5. flokki."
Athugasemdir
banner
banner
banner