Chelsea tilbúið að selja Enzo - Man Utd vill Gomes - Anderson og Wharton líka á óskalista United
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
   fim 30. júlí 2020 23:12
Hafliði Breiðfjörð
Óli Íshólm: Skutu allir í sama horn og í 5. flokki
Óli í leik með Fylki í sumar.
Óli í leik með Fylki í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta verður ekki mikið betra. Þetta var uppeldisfélagið og ég var extra mótiveraður í þetta í dag. Það verður ekki betra fyrir markmann en að verja þetta í vító," sagði Ólafur Ísólm Ólafsson markvörður Fram eftir að hafa slegið Fylki út úr Mjólkurbikarnum í kvöld. Úrslitin réðust í vítaspyrnukeppni þar sem hann varði eina spyrnu.

Lestu um leikinn: Fram 5 -  4 Fylkir

„Við byrjuðum ekkert rosalega vel en við unnum okkur hægt og rólega inn í leikinn og mér fannst við mjög solid og ganga frá þessu. Ég var furðu rólegur og fannst við vera með þá allan tímann, sérstaklega eftir að þeir lentu manni undir. Þetta var aldrei í hættu og við hefðum geta klárað þetta í venjulegum leiktíma."

Ólafur er uppalinn í Fylki og mætti þarna uppeldisklúbbnum eins og hann nefndi. Eftir spennandi leik réðust úrslit í vítaspyrnukeppni.

„Maður lifir fyrir þessi moment. Þetta verður ekki mikið betra," sagði Óli en var hann búinn að kynna sér hvernig Fylkismennirnir skjóta í vítum?

„Nei ég ólst upp með öllum þessum gæjum og vissi nákvæmlega hvert þeir voru að fara. Þeir skutu allir í sömu horn og þeir gerðu í 5. flokki."
Athugasemdir
banner
banner