Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 30. júlí 2021 11:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Rashford fer í aðgerð (Staðfest) - Gæti verið frá í þrjá mánuði
Mynd: EPA
Manchester United hefur staðfest að Marcus Rashford muni fara á aðgerð á öxl. Einhverjar sögur höfðu heyrst að ekki væri búið að ákveða að framherjinn færi í aðgerð.

Rashford hefur glímt við meiðsli á öxl en frestaði því að fara í aðgerð þar sem hann tók þátt í EM með enska landsliðinu.

„Eftir viðræður milli Marcus, stjórann, læknateymið og sérfræðingar er það staðfest að Marcus muni fara í aðgerð bráðlega," segir í tilkynningunni.

„Við þurfum að taka ákvörðun sem er sú besta fyrir hann og félagið. Við þurfum að skoða þetta nánar með sérfræðingum," sagði Ole Gunnar Solskjær, stjóri Man Utd, fyrr í þessum mánuði.

Rashford hefur um nokkurt skeið spilað í gegnum meiðsli, bæði fyrir United og enska landsliðið. Talið er að hann geti verið frá í allt að þrjá mánuði.


Athugasemdir
banner
banner
banner