Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 30. júlí 2022 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Arsenal í samstarf við Youtube stjörnurnar KSI og Logan Paul
Mynd: PRIME

Arsenal er farið í opinbert samstarf við drykkjaframleiðandann PRIME. Fyrirtækið Prime var stofnað af tveimur félögum sem eru frægir þökk sé Youtube.


KSI, áður þekktur sem KSIOlajideBT, braust fyrst fram í sviðsljósið með myndböndum af sér að spila FIFA. Hann er enskur og hefur alla tíð verið stuðningsmaður Arsenal.

Logan Paul er Bandaríkjamaður sem varð fyrst frægur á Vine en færði sig fljótlega yfir á Youtube. Hann er frægur fyrir 'vlog' myndböndin sín þar sem hann spjallar við fylgjendur sína og deilir atvikum úr lífi sínu. Auk þess er Logan Paul að reyna að verða leikari og hefur fengið ýmis hlutverk á undanförnum árum.

PRIME flokkast ekki sem orkudrykkur heldur er hann álitinn hollur kostur fyrir íþróttafólk. Það er ekki koffín í drykknum, enginn sykur og er 10% af kókosvatni í öllum bragðtegundunum.

„Þetta er æskudraumur að rætast fyrir mig. Ég bara trúi þessu ekki," sagði KSI um samninginn. „Ég fór frá því að horfa á Arsenal rúlla yfir úrvalsdeildina snemma á öldinni yfir í að vera tengdur félaginu opinberlega í gegnum PRIME. Þetta er draumur að rætast, ég er ennþá að klípa sjálfan mig."

Juliet Slot er yfir auglýsingamálum Arsenal og segir hún að félagið sé afar spennt fyrir þessu samstarfi við tvær af vinsælustu Youtube stjörnum samtímans.


Athugasemdir
banner
banner
banner