Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 30. júlí 2022 21:46
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Kepa tilbúinn að taka á sig launalækkun
Mynd: Getty Images

Kepa Arrizabalaga markvörður Chelsea er sagður tilbúinn að taka á sig launalækkun til að yfirgefa félagið.


Kepa gekk til liðs við Chelsea árið 2017 fyrir 80 milljónir evra frá Athletic Bilbao. Þessi spænski markvörður var aðalmarkvörður liðsins fyrstu tvö tímabilin.

Hann þótti ekki standa sig nægilega vel og var Edouard Mendy keyptur og hefur hann eignað sér stöðuna. Kepa hefur aðeins spilað 29 leiki í öllum keppni á síðustu tviemur tímabilum.

Napoli er sagt hafa áhuga á honum og samkvæmt ítölskum fjölmiðlum er hann tilbúinn að taka á sig launalækkun svo hann geti farið til Ítalíu.

Hann vill eiga möguleika á að komast aftur í spænska landsliðið en hann hefur leikið 11 landsleiki. Hann spilaði síðast með landsliðinu árið 2020.


Athugasemdir
banner
banner
banner