
„Loksins 3 stig,“ sagði Tinna Bjarndís Bergþórsdóttir, glaður fyrirliði Fylkis, eftir 2-1 baráttusigur á Haukum. Með sigrinum sendi Fylkir Hauka niður í 1. deild en Fylkisliðið vaknaði ekki almennilega til lífsins fyrr en eftir að hafa lent undir.
Lestu um leikinn: Haukar 1 - 2 Fylkir
„Þetta mark ýtti svolítið við okkur. Við þurfum að fara að sækja þetta en ekki bíða eftir að eitthvað gerist,“ sagði Tinna Bjarndís en það tók Fylki ekki nema tvær mínútur að jafna leikinn og Árbæingar skoruðu sigurmarkið svo undir lok leiksins.
Liðið er nú komið með 8 stig og vonast til að geta náð liðunum fyrir ofan sig. KR er með 12 stig og Grindavík 14 þegar þrjár umferðir eru eftir.
„Það hafa allir trú á þessu. Það er erfitt verkefni framundan. Það eru þrír leikir eftir og við verðum að sækja sjö stig,“ sagði Tinna Bjarndís sem hefur ekki gefist upp í fallbaráttunni.
Hægt er að horfa á allt viðtalið við Tinnu í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir