PSG og Barcelona vilja Duran - Bayern vill Gyökeres - Juve vill Zirkzee og til í að láta Man Utd fá Vlahovic
   mán 30. ágúst 2021 21:58
Elvar Geir Magnússon
Stjórn KSÍ segir af sér (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stjórn KSÍ, varafulltrúar og landshlutafulltrúar hafa ákveðið að segja af sér eftir áskoranir og þrýsting frá samfélaginu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá KSÍ.

Ákveðið hefur verið að boða til aukaþings sem haldið verður fjórum vikum eftir að það verður boðað.

Tilkynning KSÍ:

Ágætu viðtakendur.

Stjórn KSÍ samþykkti á fundi sínum þann 30. ágúst að boða með fjögurra vikna fyrirvara til aukaþings í samræmi við 13. grein laga KSÍ. Fundarboð með upplýsingum um þingdag, dagskrá og fyrirkomulag þingsins verða sendar aðildarfélögum á næstu dögum.

Stjórnin vill af þessu tilefni koma eftirfarandi á framfæri:
1. Vinnu faghóps um endurskoðun viðbragða við kynferðisbrotum og ofbeldi innan hreyfingarinnar og hvernig staðið var og verður að stuðningi við þolendur verður áfram í forgangi.
2. Stjórn, varafulltrúar og landshlutafulltrúar hafa ákveðið að segja af sér og munu skila umboði sínu eigi síðar en þegar til aukaþingsins kemur.
3. Þessi niðurstaða er í samræmi við áskoranir Íslensks Toppfótbolta, óskir fulltrúa félaga sem sent hafa áskorun um aukaþing og þrýsting frá samfélaginu.
4. Stjórnin hefur fundað með forseta ÍSÍ um framgang málsins og um það hvernig best verður haldið um starfsemi KSÍ fram að aukaþingi svo starfsemin haldist órofin.
5. Fundað verður með fulltrúum UEFA og FIFA um stöðu málsins og fyrirhuguð stjórnarskipti þannig að ekki þurfi að koma til afskipta knattspyrnusambandanna að starfsemi sambandsins.
6. Ásgeir Ásgeirsson hefur tilkynnt að hann segi sig hér með frá trúnaðarstörfum fyrir KSÍ.

Stjórnin færir starfsfólki KSÍ og sjálfboðaliðum í hreyfingunni bestu kveðjur og þakkir fyrir frábært samstarf og hvetur það til að vinna áfram af trúmennsku og dugnaði í þágu íslenskrar knattspyrnu.

30. ágúst 2021
Stjórn KSÍ.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner