Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   þri 30. ágúst 2022 18:35
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Frídagur í Bretlandi veldur því að Maupay má ekki spila
Mynd: EPA

Everton fékk til sín Neal Maupay frá Brighton á dögunum til þess að koma inn fyrir Dominic Calvert-Lewin sem er meiddur.


Maupay er hins vegar ekki í hópnum í kvöld þegar liðið mætir Leeds í 5. umferð úrvalsdeildarinnar en hann hefur samt sem áður verið skráður í hópinn.

Ástæðan er sú að það var frídagur í Bretlandi á mánudaginn og því var ekki hægt að klára einhver atriði til að hann yrði löglegur í leikinn í kvöld.

Everton er enn í leit af sínum fyrsta sigri en liðið er með tvö stig eftir fjórar umferðir.


Athugasemdir
banner
banner