Southampton hefur gengið frá kaupum á Aaron Ramsdale frá Arsenal.
Southampton greiðir 18 milljónir punda í staðgreiðslu en kaupverðið getur hækkað um sjö milljónir punda út frá árangurstengdum gjöldum.
Southampton telur að félagið hafi náð að ganga frá öllum pappírum í tæka tíð svo Ramsdale geti spilað gegn Brentford á morgun, en það hefur ekki verið staðfest.
Southampton greiðir 18 milljónir punda í staðgreiðslu en kaupverðið getur hækkað um sjö milljónir punda út frá árangurstengdum gjöldum.
Southampton telur að félagið hafi náð að ganga frá öllum pappírum í tæka tíð svo Ramsdale geti spilað gegn Brentford á morgun, en það hefur ekki verið staðfest.
Ramsdale, sem var varamarkvörður Arsenal, skrifar undir fjögurra ára samning hjá Southampton. Hann var valinn í lið ársins í úrvalsdeildinni fyrir frammistöðu sína tímabilið 2022/23 en þrátt fyrir það tók David Raya við sem aðalmarkvörður á síðasta tímabili.
Samkvæmt Ben Jacobs hjá GiveMeSport verður Ramsdale launahæsti leikmaður félagsins með meira en 100 þúsund pund í vikulaun.
Yer a Saint, @AaronRamsdale98! ???? pic.twitter.com/yp9OuCI8Ms
— Southampton FC (@SouthamptonFC) August 30, 2024
Athugasemdir