Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
   fös 30. ágúst 2024 11:53
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Southampton kaupir Ramsdale (Staðfest) - Verður sá launahæsti
Mynd: Southampton
Southampton hefur gengið frá kaupum á Aaron Ramsdale frá Arsenal.

Southampton greiðir 18 milljónir punda í staðgreiðslu en kaupverðið getur hækkað um sjö milljónir punda út frá árangurstengdum gjöldum.

Southampton telur að félagið hafi náð að ganga frá öllum pappírum í tæka tíð svo Ramsdale geti spilað gegn Brentford á morgun, en það hefur ekki verið staðfest.

Ramsdale, sem var varamarkvörður Arsenal, skrifar undir fjögurra ára samning hjá Southampton. Hann var valinn í lið ársins í úrvalsdeildinni fyrir frammistöðu sína tímabilið 2022/23 en þrátt fyrir það tók David Raya við sem aðalmarkvörður á síðasta tímabili.

Samkvæmt Ben Jacobs hjá GiveMeSport verður Ramsdale launahæsti leikmaður félagsins með meira en 100 þúsund pund í vikulaun.


Athugasemdir
banner
banner