Bayern vill Bernardo Silva - Skotlmark Man Utd og Liverpool vill fara til Real - Ensk félög horfa til Kimmich
   mán 27. maí 2024 06:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ramsdale klæddur eins og Harry Potter karakter á Wembley
Mynd: EPA
Aaron Ramsdale markvörður Arsenal stal senunni á Wembley í gær þar sem hann fylgdist með þegar Southampton lagði Leeds í leik um sæti í úrvalsdeildinni á næstu leiktíð.

Ramsdale mætti í athyglisverðum búning en hann var klæddur upp sem Rubeus Hagrid úr Harry Potter.

Myndband af honum í stúkunni hefur farið eins og eldur í sinu um samfélagsmiðlana en þar var hann búinn að taka af sér skeggið enda sjóðandi heitt á vellinum.

Ramsdale hefur ekki átt sjö dagana sæla hjá Arsenal en hann missti sætið sitt til David Raya sem gekk til liðs við félagið á láni frá Brentford.

Hann hefur verið orðaður frá Arsenal en Newcastle og Wolves hafa sýnt honum mikinn áhuga.


Athugasemdir
banner