Aaron Ramsdale markvörður Arsenal stal senunni á Wembley í gær þar sem hann fylgdist með þegar Southampton lagði Leeds í leik um sæti í úrvalsdeildinni á næstu leiktíð.
Ramsdale mætti í athyglisverðum búning en hann var klæddur upp sem Rubeus Hagrid úr Harry Potter.
Myndband af honum í stúkunni hefur farið eins og eldur í sinu um samfélagsmiðlana en þar var hann búinn að taka af sér skeggið enda sjóðandi heitt á vellinum.
Ramsdale hefur ekki átt sjö dagana sæla hjá Arsenal en hann missti sætið sitt til David Raya sem gekk til liðs við félagið á láni frá Brentford.
Hann hefur verið orðaður frá Arsenal en Newcastle og Wolves hafa sýnt honum mikinn áhuga.
Aaron Ramsdale dressing up as Hagrid to watch the Championship playoff final was not on our bingo card for this weekend ???? pic.twitter.com/D2TIzERBoZ
— ESPN UK (@ESPNUK) May 26, 2024
Athugasemdir