Valið hjá Man Utd er milli Solskjær og Carrick - Newcastle fær samkeppni frá Spurs um Strand Larsen - Lewandowski vill ekki fara
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
   fös 28. nóvember 2025 00:18
Snæbjört Pálsdóttir
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Höskuldur Gunnlaugsson fyrirliði Breiðabliks
Höskuldur Gunnlaugsson fyrirliði Breiðabliks
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Breiðablik tók á móti tyrkneska liðinu Samsunspor á Laugardalsvelli í kvöld sem endaði með 2-2 stórmeistarajafntefli

Aðspurður um fyrstu viðbrögð eftir leik svaraði Höskuldur Gunnlaugsson fyrirliði Breiðabliks, 

„Þetta var jákvæðu leikur, flott frammistaða. Maður er bara stoltur af liðinu og strákunum og eftir situr bara smá svona bitter sweet tilfinning, við hefðum alveg getað klárað þennan leik. En heilt yfir þá var þetta jákvætt kvöld."


Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  2 Samsunspor

„Mér fannst við mæta frá fyrstu mínútu og eins og við töluðum svolítið um þótt að þetta sé sterkt lið á pappír og allt það og eru á góðu runni og voru ekki búnir að fá á sig mark að afhenda ekkert frumkvæðið fyrirfram. Þannig að við mættum bara með góða ákefð og hugrekki og dugnað og vinnusemi. Fannst við klárlega ofan á í fyrri hállfleik." 

„Skorum gott jöfnunarmark eftir að hafa lent undir þannig að kannski bara fyrst og fremst attetudið og viðhorfið og bara svona spiritið." 

„Við sýnum áræðni í að ætla okkur að skora og gera vel úr þeim sóknarmöguleikum sem okkur buðust eða sem að við tókum í þessum leik."

„Við vorum ekki búnir að skora í þessari keppni og mættum núna liði sem hafa ekki fengið mark á sig í þessari keppni og voru efstir. Þannig heilt yfir mjög jákvætt kvöld."

Ágúst Orri frábær í dag og hefur mikinn sprengikraft, hversu mikilvægt er að hafa svona leikmann sem getur sprengt upp vörnina hjá andstæðingnum?

„Náttúrlega mjög mikið vopn, hraður og líka bara mjög góður á boltann  og með flottan leikskilning þannig að auðvitað fannst mér eins og í dag fannst mér það nýtast mjög vel í því að skapa. Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir og haft bara leikinn fyrir framan sig því að Gústi var að teygja vel á þeim aftur á bak eða fyrir aftan þá með góðum, öflugum og hröðum hlaupum. Það skapar þá meira pláss fyrir miðjumenn og kantara þannig að það er mjög dýrmætt."

Næsti leikur Breiðabliks verður þeirra síðasti heimaleikur gegn írska liðinu Shamrock Rovers

„Það er mjög mikilvægur leikur. Leikur sem við ætlum okkur bara að sækja til sigurs og stilla þá bara upp í mjög skemmtilega birtingamynd fyrir Frakkland."

Viðtalið í heild má finna í spilaranum hér að ofan


Athugasemdir
banner
banner
banner