Sean Dyche stýrði Nottingham Forest til 3-0 sigurs gegn Malmö í 5. umferð Evrópudeildarinnar í kvöld.
Dyche gerði sjö breytingar á liðinu frá 3-0 sigrinum á Liverpool í deildinni en breytti engu.
Forest-liðið var með mikla yfirburði og vann sannfærandi sigur á sænska liðinu.
Ryan Yates skoraði á 27. mínútu með skoti úr miðjum teignum eftir að boltinn hafði farið af varnarmanni og út á hann og þá bætti Arnaud Kalimuendo við öðru undir lok hálfleiksins.
Nikola Milenkovic gerði út um leikinn snemma í síðari hálfleiknum til að tryggja Forest sigurinn.
Daníel Tristan Guðjohnsen var í byrjunarliði Malmö en var skipt af velli í síðari hálfleiknum. Forest er með átta stig eftir fimm leiki en Malmö í 34. sæti með aðeins eitt stig.
Sverrir Ingi Ingason var í hjarta varnarinnar hjá Panathinaikos sem vann 2-1 endurkomusigur á Sturm Graz á meðan Kolbeinn Birgir Finnsson var ónotaður varamaður í 2-1 tapi Utrecht gegn Real Betis.
Miðjumaðurinn Corentin Tolisso skoraði þrennu fyrir Lyon í 6-0 stórsigri á Maccabi Tel Aviv. Fyrsta þrenna ferilsins hjá Tolisso sem kom Lyon í toppsæti Evrópudeildarinnar með 12 stig.
Go Ahead Eagles 0 - 4 Stuttgart
0-1 Jamie Leweling ('20 )
0-2 Jamie Leweling ('35 )
0-3 Bilal El Khannouss ('59 )
0-4 Badredine Bouanani ('90 )
Crvena Zvezda 1 - 0 Steaua
1-0 Bruno Duarte ('50 )
Rautt spjald: Franklin Tebo Uchenna, Crvena Zvezda ('27)
Betis 2 - 1 Utrecht
1-0 Cucho Hernandez ('42 )
2-0 Abde Ezzalzouli ('50 )
2-1 Miguel Rodriguez ('55 )
Panathinaikos 2 - 1 Sturm
1-0 Karol Swiderski ('18 )
1-1 Otar Kiteishvili ('34 )
2-1 Davide Calabria ('74 )
Nott. Forest 3 - 0 Malmo FF
1-0 Ryan Yates ('27 )
2-0 Arnaud Kalimuendo ('44 )
3-0 Nikola Milenkovic ('59 )
Genk 2 - 1 Basel
1-0 Oh Hyun-Gyu ('14 )
2-0 Konstantinos Karetsas ('45 )
2-1 Philip Otele ('57 )
Maccabi Tel Aviv 0 - 6 Lyon
0-1 Abner ('4 )
0-2 Corentin Tolisso ('25 )
0-3 Moussa Niakhate ('35 , víti)
0-4 Corentin Tolisso ('51 )
0-5 Corentin Tolisso ('54 )
0-6 Adam Karabec ('62 )
Rautt spjald: Sagiv Jehezkel, Maccabi Tel Aviv ('90)
Evrópudeild UEFA
| Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
|---|
Athugasemdir


