Forest hafnar öllum tilboðum í Anderson sem er á óskalista Man Utd - Tottenham vill fá Samu Aghehowa
   fim 27. nóvember 2025 21:33
Brynjar Ingi Erluson
Emery: Held að hann sé í lagi
Unai Emery
Unai Emery
Mynd: EPA
Unai Emery, stjóri Aston Villa, var nokkuð sáttur með frammistöðuna í 2-1 sigrinum á Young Boys í Evrópudeildinni í kvöld, en að liðið hafi getað drepið leikinn fyrr.

Donyell Malen skoraði tvö mörk fyrir Villa í leiknum en á lokamínútunum minnkuðu gestirnir muninn.

Emery vildi sjá liðið ganga frá leiknum eftir að það komst í 2-0.

„Liðið var mjög einbeitt í leiknum. Fyrsta greining eftir leikinn er að við vorum stöðugir en þegar við vorum 2-0 yfir þá nýttum við ekki tækifærin til að skora þriðja markið.“

„Við vitum að við þurfum fleiri mörk til þess að vera meðal átta efstu í Evrópudeildinni og við slökuðum aðeins á í síðari hálfleiknum.“

„Lið eins og Young Boys er með reynslumikla leikmenn og með reynslu í Evrópu, þannig við vissum að þeir gætu skorað eitt mark, sem þeir gerðu, og þá getur maður komið sér í vandræði. Við verðum að læra af þessu í ferlinu og hvernig við reynum að koma í veg fyrir þessi augnablik í framtíðinni, líkt og við gerðum í kvöld.“

„Við verðum að finna jafnvægið og hvernig best sé að stýra leikjunum og keppnunum.“


Malen er að komast í sitt besta form en Emery hrósaði honum eftir leik. Hann segir leikmanninn í fínu lagi þrátt fyrir að hafa fengið aðskotahlut í sig er hann fagnaði fyrsta markinu.

„Ég held að hann sé í fínu lagi. Fyrir einum mánuði síðan krafðist hann þess að láta skipta sér út af því hann var þreyttur, en hægt og rólega hefur hann fundið formið og er kominn í gang sem er auðvitað frábært. Hann er að spila ótrúlega vel og núna er bara að halda áfram á sömu braut,“ sagði Emery.
Evrópudeild UEFA
Lið L U J T Mörk mun Stig
Athugasemdir
banner
banner
banner