Fimm stór félög að eltast við Semenyo - Man Utd í viðræðum um nítján ára miðjumann - Arsenal hefur áhuga á leikmanni AC Milan
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
   fim 27. nóvember 2025 23:34
Snæbjört Pálsdóttir
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi Skúlason þjálfari Breiðabliks
Ólafur Ingi Skúlason þjálfari Breiðabliks
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Breiðablik tók á móti tyrkneska liðinu Samsunspor á Laugardalsvelli í kvöld sem endaði með 2-2 stórmeistarajafntefli

Aðspurður um tilfinninguna eftir leik svaraði Ólafur Ingi Skúlason þjálfari Breiðabliks, 

„Hún er bara góð, bara mjög ánægður með frammistöðuna sem slíka. Hún var bara mjög flott, mjög jákvætt, margt mjög gott í okkar leik. Svona pínu svekktur að við náðum ekki bara að klára dæmið og vinna þennan leik."


Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  2 Samsunspor

„Auðvitað vildum við mæta með pínu hraða og það gekk alveg eftir í dag. Mér fannst við ná að opna þá á köflum og ná að splundra svona þeirra varnar setup-i og vorum direct þegar við þurftum að vera það og svo þegar leið á fyrri hálfleikinn þá fannst mér við finna taktinn líka inn á miðsvæðinu og finna sendingar á milli lína og annað. Þannig heilt yfir gerðum við bara mjög vel."

Ágúst Orri átti frábæran leik í dag og sprengdi oft upp varnarleik Samsunspor hversu mikilvægt er að hafa leikmann eins og hann?

Já hann er náttúrlega bara búinn að sýna það. Hann er frábær leikmaður og við hefðum getað fengið hann í tvær stoðsendingar hérna alveg undir lokin en hann sinnti varnarleiknum líka alveg frábærlega  og allir strákarnir."

„Pressan var til fyrirmyndar á köflum. Svo þessi hraði, ekki bara hjá honum heldur hjá Óla og Aroni líka og Höggi var líka ótrúlega duglegur líka að taka djúphlaup og svo góður í millisvæðinu. Það sama má segja bara um alla, Davíð var líka outstanding þarna í vinstri bakverði. Eins og ég segi þeir voru allir frábærir í dag." 

„Nú þurfum við að byggja ofan á þessu og aðeins að loka fyrir markið okkar og skora mörk á sama tíma. Þannig að við tökum bara margt jákvætt út úr þessu og verðum klárir fyrir Shamrock. 

Viðtalið í heild má finna í spilaranum hér að ofan


Athugasemdir
banner