Risatilboði Chelsea hafnað - Tekur Nuno við West Ham? - Tveir á blaði United - Ungur miðvörður til Arsenal?
   fös 30. september 2022 10:46
Elvar Geir Magnússon
Rashford leikmaður mánaðarins - „Verður að fara með á HM"
Marcus Rashford, sóknarmaður Manchester United, hefur verið valinn leikmaður mánaðarins í ensku úrvalsdeildinni.

Þetta er í fyrsta sinn síðan í janúar 2019 sem Rashford vinnur þessi verðlaun. Hann hefur átt frábæran septembermánuð; skapaði sigurmark Jadon Sancho gegn Leicester, skoraði svo tvö mörk og bjó til annað gegn Arsenal þann 4. september.

Rashford hefur fundið sjálfstraustið að nýju. „Elítuleikmaður, kominn aftur á skrið, svo mikilvægur fyrir Manchester United, verður að fara með á HM," skrifaði íþróttafréttamaðurinn virti Henry Winter á Twitter.

Ekki er víst hvort Rashford geti spilað með United í grannaslagnum gegn Manchester City á sunnudag þar sem hann er að glíma við meiðsli.


Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 4 4 0 0 9 4 +5 12
2 Arsenal 4 3 0 1 9 1 +8 9
3 Tottenham 4 3 0 1 8 1 +7 9
4 Bournemouth 4 3 0 1 6 5 +1 9
5 Chelsea 4 2 2 0 9 3 +6 8
6 Everton 4 2 1 1 5 3 +2 7
7 Sunderland 4 2 1 1 5 3 +2 7
8 Man City 4 2 0 2 8 4 +4 6
9 Crystal Palace 4 1 3 0 4 1 +3 6
10 Newcastle 4 1 2 1 3 3 0 5
11 Fulham 4 1 2 1 3 4 -1 5
12 Brentford 4 1 1 2 5 7 -2 4
13 Brighton 4 1 1 2 4 6 -2 4
14 Man Utd 4 1 1 2 4 7 -3 4
15 Nott. Forest 4 1 1 2 4 8 -4 4
16 Leeds 4 1 1 2 1 6 -5 4
17 Burnley 4 1 0 3 4 7 -3 3
18 West Ham 4 1 0 3 4 11 -7 3
19 Aston Villa 4 0 2 2 0 4 -4 2
20 Wolves 4 0 0 4 2 9 -7 0
Athugasemdir
banner