De Gea, Ramsdale, Guirassy, Nketiah, Varane, Maignan og fleiri í pakka dagsins
banner
   lau 30. september 2023 12:45
Aksentije Milisic
Martínez gæti þurft að fara í aðgerð
Mynd: EPA

Lisandro Martinez, varnarmaður Manchester United, er meiddur en hann hefur ekkert spilað síðan hann var í byrjunarliðinu þegar Man Utd tapaði gegn Bayern Munchen í fyrstu umferð Meistaradeildar Evrópu.


Meiðsli á fæti hafa tekið sig upp hjá Argentínumanninum en nú er að koma í ljós að hann gæti þurft að fara í aðgerð. Það myndi þá halda honum frá vellinum þar til í desember.

Hann meiddist illa fyrr á þessu ári og var frá í nokkra mánuði. Þau meiðsli hafa nú tekið sig upp og ljóst er að þetta eru ekki góð tíðindi fyrir United ef kappinn þarf að leggjast aftur undir hnífinn.

Man Utd mætir Crystal Palace í dag í ensku úrvalsdeildinni og í kjölfarið kemur leikur gegn Galatasaray á þriðjudaginn í Meistaradeild Evrópu.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner