Sky Sports greinir frá því að brasilíska félagið Vasco da Gama sé á leið í viðskiptabann eftir að hafa misst af afborgun á greiðslu fyrir kaup á þremur nýjum leikmönnum félagsins. Málið er á borði FIFA sem mun tilkynna ákvörðun sína á næstu dögum.
Vasco da Gama er í eigu fjárfestingafyrirtækisins 777 Partners, sem er í miðju ferli að kaupa Everton í ensku úrvalsdeildinni og lánaði félaginu peninga á dögunum. Fyrirtækið er búið að ná samkomulagi við Farhad Moshiri eiganda um að kaupa 94,1% hlut hans í Everton.
19.09.2023 06:00
Everton fær tugmilljóna lán frá verðandi eigendum
777 á einnig meirihluta í ítalska félaginu Genoa, sem Albert Guðmundsson leikur með í Serie A, og Standard Liege í Belgíu. Þar að auki á fyrirtækið tvö flugfélög og körfuboltafélag.
Vasco da Gama skuldar Lille, Nacional og Atletico Tucuman peninga fyrir þrjú félagsskipti en stjórnendur 777 eru ekki sagðir hafa áhyggjur af þessum greiðslum. Þeir telja öruggt að brasilíska félagið verði komið með nægan pening til að borga upp skuldirnar og mögulegar sektir fyrir áramót.
Athugasemdir