De Bruyne og Grealish til Napoli? - Rodrygo og Frimpong til Liverpool - Al Hilal vill tvo frá Liverpool - Tveir orðaðir frá Newcastle
   þri 19. september 2023 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Everton fær tugmilljóna lán frá verðandi eigendum
Mynd: EPA

Bandaríska fjárfestingarfyrirtækið 777 Partners er búið að ná samkomulagi við Farhad Moshiri, eiganda Everton, um kaup á 94% hlut í félaginu. Ekki hefur verið greint frá því hversu mikið fyrirtækið borgar til að kaupa Everton.


Everton á í fjárhagsvandræðum og hefur 777 Partners ákveðið að veita félaginu lán sem er tugmilljóna punda virði til að hjálpa við reksturinn næstu mánuðina.

Everton er að byggja nýjan leikvang sem mun auka verðmæti félagsins til muna í framtíðinni og eru stuðningsmenn ánægðir með að losna við Moshiri.

Það er enn mikil vinna framundan til að ganga frá eigendaskiptum en ljóst er að 777 Partners er reiðubúið til að skuldbinda sig með þessu láni.

Everton hefur verið rekið í tapi síðustu fimm ár og gæti endað á að borga 760 milljónir punda fyrir nýja leikvanginn sinn. Félagið þarf utanaðkomandi aðstoð til að enda ekki í gjaldþroti.

Everton er aðeins komið með eitt stig eftir fimm leiki á úrvalsdeildartímabilinu eftir að hafa rétt bjargað sér frá falli á síðustu leiktíð.


Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 35 25 7 3 81 35 +46 82
2 Arsenal 35 18 13 4 64 31 +33 67
3 Man City 35 19 7 9 67 43 +24 64
4 Newcastle 35 19 6 10 66 45 +21 63
5 Chelsea 35 18 9 8 62 41 +21 63
6 Nott. Forest 35 18 7 10 54 42 +12 61
7 Aston Villa 35 17 9 9 55 49 +6 60
8 Bournemouth 35 14 11 10 55 42 +13 53
9 Brentford 35 15 7 13 62 53 +9 52
10 Brighton 35 13 13 9 57 56 +1 52
11 Fulham 35 14 9 12 50 47 +3 51
12 Crystal Palace 35 11 13 11 44 48 -4 46
13 Wolves 35 12 5 18 51 62 -11 41
14 Everton 35 8 15 12 36 43 -7 39
15 Man Utd 35 10 9 16 42 51 -9 39
16 Tottenham 35 11 5 19 63 57 +6 38
17 West Ham 35 9 10 16 40 59 -19 37
18 Ipswich Town 35 4 10 21 35 76 -41 22
19 Leicester 35 5 6 24 29 76 -47 21
20 Southampton 35 2 5 28 25 82 -57 11
Athugasemdir
banner
banner