Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 30. október 2020 13:10
Elvar Geir Magnússon
Alfreð á góðu róli - Gæti spilað á morgun
Alfreð Finnbogason meiddist aftan í læri.
Alfreð Finnbogason meiddist aftan í læri.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Augsburg mætir Mainz í þýsku Bundesligunni á morgun. Íslenski landsliðssóknarmaðurinn Alfreð Finnbogason gæti spilað í leiknum.

Heiko Herrlich, stjóri Augsburg, sagði á fréttamannafundi í dag að Alfreð væri á góðu róli og hefði æft undanfarna daga.

Þetta eru einnig góðar fréttir fyrir íslenska landsliðið enda gríðarlega mikilvægur leikur framundan gegn Ungverjalandi þann 12. nóvember. Hreinn úrslitaleikur í Búdapest um sæti á EM alls staðar.

Alfreð meiddist aftan í læri í leik Íslands og Danmerkur fyrr í þessum mánuði og hefur misst af síðustu tveimur leikjum Augsburg.

Augsburg er í ellefta sæti þýsku deildarinnar eftir fimm umferðir.

Sjá einnig:
Æfingabúðir Íslands fyrir Ungverjaleikinn verða á heimavelli Alfreðs
Athugasemdir
banner
banner
banner