Cunha orðaður við þrjú félög - Garnacho til Chelsea? - Sjö á óskalistum Amorim - Hvað verður um Rashford? - Chelsea vill risaupphæð
   fös 30. október 2020 18:49
Magnús Már Einarsson
Guðni Bergs: Mjög þungbær og erfið ákvörðun
Guðni Bergsson
Guðni Bergsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við funduðum bæði í dag og í gær og þetta voru nokkuð langir fundir," sagði Guðni Bergsson, formaður KSÍ, við Fótbolta.net í kvöld.

Stjórn KSÍ samþykkti á fundi sínum í dag að hætta keppni í Íslandsmótum og bikarkeppni KSÍ vegna kórónuveirunnar.

„Þetta var auðvitað mjög þungbær og erfið ákvörðun að taka. Við töldum að þetta væri nauðsynlegt þegar litið er til stöðurnar og heildar hagsmuna fótboltans. Þetta var ákvörðun sem við töldum okkur þurfa að taka með tilliti til þess. Ákvörðunin var mjög erfið."

Knattspyrnusumarið í ár hófst í júní og endaði í byrjun október en ekki var hægt að klára alla leiki í meistaraflokki.

„Við vonumst eftir því að næsta sumar verði betra. Það er mikilvægt fyrir okkur öll að ná tökum á faraldrinum og koma lífi okkar í fyrra horf. Maður vill að við getum farið að spila fótbolta og við vonum að ástandið fari til betri vegar og við getum hafið leik og æfingar á ný."
Athugasemdir
banner
banner