Barcelona vill fá Kane - Wharton efstur á lista Chelsea - Endrick lánaður til Lyon
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
   mið 30. október 2024 15:00
Hafliði Breiðfjörð
Fred stoðsendingahæstur: Myndi vilja hafa Rúnar með mér á miðjunni
Fred með verðlaunin sín fyrir að vera stoðsendingahæstur í dag.
Fred með verðlaunin sín fyrir að vera stoðsendingahæstur í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rúnar Kristinsson þjálfari Fram er í miklum metum hjá Fred.
Rúnar Kristinsson þjálfari Fram er í miklum metum hjá Fred.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Frá fyrsta degi hefur verið markmið hjá mér að setja met. Ég ætlaði mér að skora fleiri mörk á þessu tímabili en þegar ég var farinn að leggja upp mörk og spila aftar á vellinum hlakkaði ég alltaf til að hjálpa til og leggja upp mörk. Ég er mjög ánægður með þetta," sagði Fred leikmaður Fram við Fótbolta.net í dag en hann er stoðsendingakóngurinn í Bestu-deild karla þetta árið, lagði upp tólf mörk.

Fram byrjaði mótið vel en varð að lokum í 3. sæti neðri hluta deildarinnar, níúnda efsta liðið í Bestu-deildinni.

„Við byrjuðum mótið vel, það voru allir spenntir fyrir fram og spilamennskunni okkar en eftir að leikmenn fóru að meiðast og í fóru í nám til Bandaríkjanna vorum við í vandræðum með að setja liðið saman aftur. Markmiðið var að enda í efri hlutanum og berjast um sæti í Evrópukeppninni. Svo misstum við kraft og enduðum á að vera í neðri hlutanum."

Misstuð þið svo hausinn í þessa sjö leiki sem voru þá eftir í neðri hlutanum?

„Eftir að við unnum Fylki og tryggðum að við myndum ekki falla þá vil ég ekki segja að menn hafi misst áhugann en við höfðum ekkert til að berjast um. Við reyndum en það gekk bara ekki upp."

Finnst þér deildarfyrirkomulagið ekki gott upp á þetta?

„Það er gott fyrir efri hlutann en ekkert skemmtilegt í neðri hlutanum. Rúnar hefur talað um að hann vilji fá breytingar og spila frekar þrjár umferðir við öll lið. Það gæti verið skemmtilegra. Ég held að það yrðu meiri áskoranir í leikjunum þannig."

Þú varst sjálfur í umræðunni á miðju tímabilinu þegar Víkingur reyndi að fá þig í glugganum. Hvað fannst þér um það?

„Þegar ég sá fréttirnar var ég að heyra af þessu í fyrsta sinn. Það hafði enginn rætt þetta við mig og umboðsmaðurinn minn vissi ekkert um þetta. Ég var svolítið hissa en það er líka gaman að heyra að önnur félög hafi áhuga á manni því það þýðir að maður sé að gera eitthvað gott."

Hefðirðu viljað fara í Víking?

„Þeir eru að keppa um titla og að berjast í Evrópukeppni en það er eitthvað sem mig langar að gera með Fram. Það er og hefur verið draumur minn og markmið síðan ég kom til Fram fyrir sex árum síðan. Við erum að bæta okkur núna og á réttri leið til að ná þessum markmiðum að berjast um titla og Evrópusæti."

Varstu þá ekki vonsvikinn að þetta hafi ekki gerst?

„Nei, ég er ánægður hjá Fram og er nýbúinn að gera nýjan samning. Það er heimilið mitt."

Þú hefur verið hjá Fram í sex ár, hvernig getur Brasilíumaður búið svona lengi á Íslandi?

„Það spyrja mig allir sömu spurningar. Ég flutti hingað 2018 og fyrstu tvö árin í næst efstu deild voru erfið en líka tækifæri tli að bæta mig og átta mig á íslenska fótboltanum. Mér gengur vel og hef náð að sanna mig sem fótboltamaður í Bestu-deildinni. Ég er búinn að venjast kuldanum og nú er konan mín flutt hingað og við erum hamingjusöm."

Þér líkar þá vel við lífið á Íslandi fyrir utan fótboltann?

„Já, auðvitað. Við tölum alltaf um að við söknum veðursins í Brasilíu en eftir tímabilið förum við alltaf heim og erum yfir hátíðarnar í Brasilíu og njótum sumarsins þar. Svo komum við aftur í janúar tilbúin í næsta tímabil."

Hvað er betra við Ísland?

„Öryggið, betri lífstíll, lífið er svo rólegt og þægilegt. Við njótum þess að vera hérna."

Fram hefur breyst mikið síðan þú komst til Íslands og nú er kominn nýr leikvangur og allt þar í kring?

„Já það hefur margt breyst á þessum árum, fyrst þegar ég kom spiluðum við á Þjóðarleikvangnum, færðum okkur svo í Safamýrina og nú erum við fluttir á nýjan leikvang. Við erum með bestu aðstöðuna á Íslandi í dag svo það hefur margt breyst. En við eru enn að bæta okkur og á réttri leið til að gera betri hluti, frábæra hluti."

Hvernig finnst þér að vinna með Rúnari Kristinssyni þjálfara?

„Ég elska það, hann er mjög góður þjálfari og svo er hann líka skemmtilegur og þægilegt að tala við hann. Hann er yndislegur, ég elska hann!"

Er hann fyndinn?

„Mikill húmor og mörg trix sem hann tekur uppá. Hann er líka góður fótboltamaður. Þegar við erum að æfa okkur að senda á milli á æfingum kemur hann oft inn í og sýnir trix. Hann er með gæði sem er ekki hægt að neita. Ég myndi elska að hafa hann sem sexu eða áttu og spila með honum á miðjunni. Það væri frábært."
Athugasemdir
banner
banner