Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
   mið 30. október 2024 20:01
Brynjar Ingi Erluson
Ítalía: Ótrúleg endurkoma hjá Íslendingaliðinu - Öruggt hjá Inter
Davide Frattesi skoraði tvö fyrir Inter
Davide Frattesi skoraði tvö fyrir Inter
Mynd: EPA
Íslendingalið Venezia vann ótrúlegan 3-2 endurkomusigur á Udinese í Seríu A á Ítalíu í kvöld.

Landsliðsmaðurinn Mikael Egill Ellertsson hefur verið að gera góða hluti með Venezia undanfarið og var að sjálfsögðu í byrjunarliðinu í kvöld.

Venezia hefur þó verið í brasi með að sækja stig á tímabilinu og fór þetta ekkert sérstaklega vel af stað í kvöld.

Udinese komst tveimur mörkum yfir á sex mínútna kafla áður en finnski sóknarmaðurinn Joel Pohjanpalo minnkaði muninn með marki úr vítaspyrnu og gaf heimamönnum von á að koma til baka.

Venezia jafnaði metin með marki Hans Nicolussi Caviglia á 56. mínútu og þegar lítið var eftir fékk Venezia aðra vítaspyrnu. Aftur var Pohjanpalo sendur á punktinn og aftur setti hann boltann í netið.

Frábær endurkoma Venezia sem var að ná í annan sigur sinn í deildinni á tímabilinu. Mikael Egill var einn af bestu mönnum liðsins með 7,5 í einkunn samkvæmt Fotmob.

Venezia er í 18. sæti með 8 stig en Udinese í 7. sæti með 16 stig. Bjarki Steinn Bjarkason var ekki með Venezia í dag vegna meiðsla.

Davide Frattesi skoraði þá tvö mörk og Lautaro Martínez eitt þegar Inter vann 3-0 sigur á Empoli.

Heimamenn í Empoli spiluðu manni færri frá 31. mínútu og gátu meistararnir nýtt sér það. Frattesi skoraði fyrsta markið snemma í síðari hálfleik og þá skoraði hann annað mark sitt rúmum stundarfjórðungi síðar. Lautaro gerði út um leikinn á lokamínútunum.

Inter er í öðru sæti með 21 stig, fjórum stigum frá toppliði Napoli.

Empoli 0 - 3 Inter
0-1 Davide Frattesi ('50 )
0-2 Davide Frattesi ('67 )
0-3 Lautaro Martinez ('79 )
Rautt spjald: Saba Goglichidze, Empoli ('31)

Venezia 3 - 2 Udinese
0-1 Sandi Lovric ('19 )
0-2 Iker Bravo ('25 )
1-2 Joel Pohjanpalo ('41 , víti)
2-2 Hans Nicolussi ('56 )
3-2 Joel Pohjanpalo ('86 , víti)
Rautt spjald: Isaak Toure, Udinese ('53)
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Atalanta 0 0 0 0 0 0 0 0
2 Bologna 0 0 0 0 0 0 0 0
3 Cagliari 0 0 0 0 0 0 0 0
4 Como 0 0 0 0 0 0 0 0
5 Cremonese 0 0 0 0 0 0 0 0
6 Fiorentina 0 0 0 0 0 0 0 0
7 Genoa 0 0 0 0 0 0 0 0
8 Inter 0 0 0 0 0 0 0 0
9 Juventus 0 0 0 0 0 0 0 0
10 Lazio 0 0 0 0 0 0 0 0
11 Lecce 0 0 0 0 0 0 0 0
12 Milan 0 0 0 0 0 0 0 0
13 Napoli 0 0 0 0 0 0 0 0
14 Parma 0 0 0 0 0 0 0 0
15 Pisa 0 0 0 0 0 0 0 0
16 Roma 0 0 0 0 0 0 0 0
17 Sassuolo 0 0 0 0 0 0 0 0
18 Torino 0 0 0 0 0 0 0 0
18 Empoli 38 6 13 19 33 59 -26 31
19 Venezia 38 5 14 19 32 56 -24 29
19 Udinese 0 0 0 0 0 0 0 0
20 Verona 0 0 0 0 0 0 0 0
20 Monza 38 3 9 26 28 69 -41 18
Athugasemdir
banner
banner