Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
banner
   mið 30. október 2024 09:00
Brynjar Ingi Erluson
Taktískar ástæður fyrir bekkjarsetu Sancho
Mynd: Getty Images
Ítalski stjórinn Enzo Maresca segir taktískar ástæður fyrir því að enski vængmaðurinn Jadon Sancho hafi ekki verið notaður í síðustu tveimur leikjum liðsins.

Englendingurinn var á bekknum gegn Panathinaikos í Sambandsdeildinni í síðustu viku og kom ekkert við sögu, en sama var upp á teningnum gegn Newcastle United um helgina.

Sancho kom til Chelsea á láni frá Manchester United í sumar og fór vel af stað, en Maresca segir að hann muni fá tækifærið og þá verði hann að grípa það.

„Jadon hefur gert mjög vel síðan hann kom til okkar. Leikmenn geta ekki viðhaldið sama stigi allt tímabilið vegna leikjafjölda, sem er auðvitað gríðarlegur. Þannig hann spilaði ekki í síðustu tveimur leikjum, en það var bara af taktískum ástæðum. Það lá ekkert annað á bakvið það.“

„Hann mun spila marga leiki en það eina sem hann þarf að gera er að halda áfram að leggja hart að sér og grípa tækifærið þegar það gefst,“
sagði Maresca.
Athugasemdir