þri 30. nóvember 2021 22:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ítalía: Juventus lagði botnliðið og Vlahovic óstöðvandi
Morata skoraði.
Morata skoraði.
Mynd: Getty Images
Vlahovic hættir ekki að skora.
Vlahovic hættir ekki að skora.
Mynd: EPA
Juventus komst aftur á sigurbraut í ítölsku úrvalsdeildinni í kvöld þegar liðið fór með sigur af hólmi gegn nýliðum Salernitana á útivelli.

Paulo Dybala kom Juventus á bragðið á 21. mínútu og var staðan 0-1 í hálfleik. Juventus var með stjórn á leiknum og skoraði annað mark þegar 20 mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma. Þá skoraði Alvaro Morata.

Dybala hefði getað skorað þriðja markið áður en flautað var til leiksloka, en honum mislukkaðist á vítapunktinum. Lokatölur 0-2 fyrir Juventus sem er í sjöunda sæti með 24 stig. Salernitana er á botni deildarinnar.

Atalanta er fjórum stigum frá toppnum eftir öruggan sigur á Íslendingaliði Venezia. Bjarki Steinn Bjarkason var ónotaður varamaður hjá Venezia, sem er 16. sæti. Enginn annar Íslendingur var í hóp hjá Venezia, þó þeir séu fjölmargir hjá félaginu.

Dusan Vlahovic heldur áfram að skora. Hann var á skotskónum þegar Fiorentina lagði Sampdoria, 3-1. Vlahovic er markahæstur í deildinni með 12 mörk.

Þá gerðu Hellas Verona og Cagliari markalaust jafntefli.

Atalanta 4 - 0 Venezia
1-0 Mario Pasalic ('7 )
2-0 Mario Pasalic ('12 )
3-0 Teun Koopmeiners ('57 )
4-0 Mario Pasalic ('67 )

Fiorentina 3 - 1 Sampdoria
0-1 Manolo Gabbiadini ('15 )
1-1 Jose Callejon ('23 )
2-1 Dusan Vlahovic ('32 )
3-1 Riccardo Sottil ('45 )

Verona 0 - 0 Cagliari

Salernitana 0 - 2 Juventus
0-1 Paulo Dybala ('21 )
0-2 Alvaro Morata ('70 )
0-2 Paulo Dybala ('90 , Misnotað víti)
Athugasemdir
banner
banner
banner