Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mið 30. nóvember 2022 21:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
HM: Pólland áfram þrátt fyrir tap gegn Argentínu
Alexis Mac Allister
Alexis Mac Allister
Mynd: EPA
Szczesny fagnað eftir að hafa varið vítið
Szczesny fagnað eftir að hafa varið vítið
Mynd: EPA

Pólland 0 - 2 Argentína
0-0 Lionel Andres Messi ('39 , Misnotað víti)
0-1 Alexis MacAllister ('46 )
0-2 Julian Alvarez ('67 )

Sádi Arabía 1 - 2 Mexíkó
0-1 Henry Martin ('47 )
0-2 Luis Chavez ('52 )
1-2 Salem Al Dawsari ('90 )


Það var gríðarleg spenna í C-riðli fyrir lokaumferðina en öll liðin áttu möguleika á að komast áfram í 16 liða úrslit.

Argentína mætti Póllandi og það dró til tíðinda undir lok fyrri hálfleiks. Lionel Messi fékk vítaspyrnu eftir að Wojciech Szczesny sló til hans. Szczesny gerði sér lítið fyrir og varði vítaspyrnuna.

Það var markalaust í hállfeik en Alexis Mac Allister leikmaður Brighton skoraði sitt fyrsta landsliðsmark fyrir Argentínu og kom liðinu yfir strax í upphafi síðari hálfleiks.

Julian Alvarez leikmaður Manchester City tryggði Argentínu 2-0 sigur.

Það var einnig markalaust í hálfleik hjá Sádí Arabíu og Mexíkó en Henry Martin kom Mexíkó yfir snemma í síðari hállfeik. Það var svo Luis Chavez sem tryggði 2-0 sigur með stórkostlegu marki beint úr aukaspyrnu.

Salem Al Dawsari gerði endanlega út um vonir Mexíkó í uppbótartíma þegar hann minnkaði muninn.

Argentína vann riðilinn en Pólland fer áfram með betri markatölu en Mexíkó. Pólland mætir Frakklandi í 16 liða úrslitum og Argentína og Ástralía mætast.

Lokastaðan í C-riðli:

1. Argentína 6 stig (+3 í markatölu)
2. Pólland 4 stig (0)
3. Mexíkó 4 stig (-1)
4. Sádí-Arabía 3 stig (-2)


Athugasemdir
banner
banner